Framtíðin - 01.05.1909, Blaðsíða 13

Framtíðin - 01.05.1909, Blaðsíða 13
F R A M T 1 Ð I N 45 jafn hjartanlega; — til þess a'ð fá að sjá sýnishorn af því, er meir en tilvinnandi að neita sér um margan nætur svefn. I>aö fundum við að minsta kosti greinilega, þegar við gengum heim um nóttina. Jeg hef sagt frá nótt í Lundúnum. Jeg ætti einnig, já, og á einnig að segja frá öðrum bágstöddum hóp í öðrum borgar- hluta. Það var kí. 8 á sunnudagsmorgun. Þá átti að útbýta gefins morgunverði. Það var nærri búið að borða, þegar við komum. Þeir höfðu fengið tevatn og brauð. Salurinn var troðfullur, yfir 503 manns, var sagt. Jeg sat og horfði á þessi fclu horuðu andlit, undarlegu andlit og hugsaði m:ð mér: Hver œtli geti hrœrt þessi hjörtuf Þegar máltíðin var búin, átti að halda guðsþjónustu. Framan af samkomunni voru margir hálfsofandi. Það var ekki furða, því þeir höfðu legið úti alla nóttina. En söngur- inn hafði áhrif á þá, smátt og smátt, cg sömuleiðis ræðan sem var hressandi og kröftug. Maðurinn, sem stjórnaði sam- komunni, var vel vaxinn starfi sín'i. Hann lagði út af orðunum: “Syndir mia- ar hafa hertekið mig.......þær eru fleiri en hárin á höfði mér”. Hann reyndi að ná í leifarnar af sómatilfinningu þeirri. Hann sagði: “Enn er möguleiki til þess að byrja nýtt líf, enn segjum við: i dag ‘ og svo benti hann á nokkra unga, vel klædda menn, sem sátu nálægt pallinuni. Hann sagði, að þeir hefðu verið í sömu eymdarsporum fyrir 3 vikum, en guð heföi fundið þá. “Hver yðar vill nú byrja nýtt líf?” Jeg sat og horfði yfir hópinn. Ætli nokkur þeirra vildi snúa við og ganga betri brautir? Það var orðið svo kyrt og rótt. Svo reis einn úr sæti sinu, og beygði kné sín í bæn — ef til vill í fyrsta skifti a æfinni — og svo kom annar og si þriðji, og sjá, bráðum var þar stðr hópu", sem kraup fyrir augliti guðs. Það var dýrðleg sjón. Förunautur minn var stór °g sterkur maður, en tárin streymdu úr augum hans. Svo voru hinir beðnir um að fara, og þeir fóru allir, þeir, sem létu tækifærið ónotað. Það var sárt að sjá þá fara. En af rúmum 500 urðu 40 eftir, og það var mikið. Þegar þe'r stóíu upp frá bæninn1, var eins og þeir heíðu öðlast eitthvað nýtt. — Einkum var það auðsáð á einum þeirra, ungum pilti, 16—17 ára. Jeg hafði veittt honum eftirtekt áður, og þá var andlitið á ho.num, eins og það væri höggið úr steini, en nú — því verður ekki lýst. Jeg er alveg viss um, að guð getur snert svo mannssálina á einu augabragði, að á- hrif þess vari um tíma og eiltíö. Það hafði hann nú gert sannarlega af ó- endanlegri náð sinni. Jeg get aldrei gleymt sálminum, sem sunginn var, rneðan þeir krupu biðjandi: “Tak ntig sem jeg er”. Og það var eins og við heyrðum óm af hinum rnikla lofsöng á himnum. Svo skulum við yfirgefa bænahúsið; viö hugsuðum öll, þegar við fórum: “Hér býr guð”. Eftir “Bjarma”. HvaÖ vekur mesta eftirtekt. Ekki ávalt hið besta, né hið fegursta, né það, sem mest er í varið, heldur hið ó- vanalega, frábrugðna, og það, sem kitlar og æsir tilfinningar, og hið dutlungafulla. Maöur, sem gengur á stræti og að engu leyti er frábrugðinn öðrum, vekur enga eftirtekt. En niaður, sem frábrugðinn er að búningi, vekur óðar eftirtekt. Það er ekki maðurinn, heldur búningurinn, sem horft er á og hugsað um. Ef maður gerir eitthvað fyrir sér, þá vekur það eftirtekt, en alls enga, ef hann lifir eins og heiðarlegur maður. Ef slys verður, t. d. hús brennur, þá vekur það eftirtekt, en alls enga að það brennur ekki. Það er eins og einn hefur sagt: “Gufuvagninn, sem fer út af braut- inni, vekur mikla eftirtekt; en ekki vaga- inn, sem er á brautinni og dregur. Og þó er hann miklu gagnlegri." Eins er með marga menn, að þeir fara fyrst þá að vekja almenna eftirtekt á sér, ef þeir víkja út frá vegi þeim, sem þeir hafa gengið á, — ef þeir breyta trú sinnf

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.