Framtíðin - 01.05.1909, Blaðsíða 1
2. árg. || WÍNNiPEG, Maí 1909 || 3. tölubl.
Undir lekann í tíma.
II.
íðast var minst á það,
hvað foreldrarnir ísl. ættu
fyrst og fremst að gera,
til þess að börnin þeirra
týni ekki íslenskunni,
hvernig þau ættu að setja
•undir lekann í tíma með
því að tala íslensku við þau.
Og liggur það ekki opið fyr-
ir? Er það ekki kæruleysi eða for-
dild einhver, ef þau gera það ekki?
Eða ef til vill skortur á þjóðernis-
legri sómatilfinning?
Okkur þykir sómi að því að vera
Islendingar. En þá eigum við að
kannast við það, ekki að eins í orði,
heidur líka í verki. Við verðum að
sýna á okkur göfugasta merkið, ís-
lenskuna, en ekki láta afmá það.
Við megum aldrei verða afmarh-
aðir Islendingar. En við látum
greinilega afmarkast, ef við látum
íslenskuna berast fyrir borð.
Ef það á ekki að verða, þá þarf
að setja undir lekann í tíma, hugsa
um börnin og unglingana, og ger v
alt sem unt er fyrir þau þjóðernis-
lega. Við þurfum að kenna þeim
íslensku.
Það er ekki nóg að við tölunx við
þau íslensku og komum þeim til
þess að tala við okkur íslensku.
Við verðum líka að kenna þeim að
lesa málið svo, að það verði þeirn
engin þvingun að gera það.
Við getum þetta. Það er víst og
satt. Við kennum börnunum mús-
ík og að spila á liljóðfæri. Það
kostar töluvert. En við viljum
það. Og svo reynum við að gera
það. Ef við getum það ekki sjálf
— og þeir eru fæstir, sem geta það,
þá útvegum við kennara handa'
þeim. Og það er gott. En því þá
ekki xítvega börnunum kennara í ísl.
lensku? Ætti það að vera nokkuð
erfiðara?
Alt er undir okkur foreldrunum
komið, undir því, hvernig við lítum
á það og hvað mikils virði það er
okkur að börnin læri íslensku.