Framtíðin - 01.01.1910, Blaðsíða 3
F R A M T 1 Ð I N.
tæki í þeirri von, að græða; en
gróðinn verður stundum harðla lít-
ill. Stundum alls enginn. Stund-
um verður það manni til stór-
skaða. En á árinu okkar getum við
grætt, ef við kunnum að fara með
það. En við stór-sköðumst, ef við
förum illa með það. En til þess að
við græðum, er okkur gefið það.
Að vísu er ekki sá gróði mestur eða
bestur, eins og bent hefur verið á,
sem fólginn er í fé því, sem leggja
má inn á banka. Sá gróði getur
verið góðixr og eftirsóknar verður
með öðru góðu. — En gróði sá er
mestur, sem hjálpar okkur til þess
að þroskast sem best og verða sem
bestir menn. Og að því leyti get-
ur árið orðið okkur öllum gróða-
eign, og á að verða það, livort sem
við verðum á því ríkir eða fátækir
efnalega. Ef við eignumst sál okk-
ar betur á árinu, þá græðum við;
en ef við líðum tjón á lienni, þá
töpum við — bíðum það tjón af,
sem aldrei verður bætt upp af nein-
um veraldlegum gróða, þótt við
græddum allan heiminn. Og liann,
drottinn Jesús, sem látið liefur
letra nafnið sitt uppi yfir inngang-
inum að árinu, og birtist okkur því
í byrjun þess, vill einmitt ábyrgjast
okkur árið sem gróðaeign. En þá
þarf hann að fá að vera með okk-
ur, ekki eingöngu þá, er við göng-
um til kirkju eða heyrum eða les-
um guðs orð, heldur bæði þá, og
eins er við göngum frá kirkju eða
heyrn guðs orðs og xit f lífið.
Mín nýárs-ósk er þá:
Blessað ár, gróða-ár, ár til fjár
í Jesú nafni.
-----O---:-
Kiö
Nýja bókin.
Gaman er að fá nýja bók, fallega
og vel bundna, ekki bara ofur lítið
kver, heldur stóra bók með mörg-
um—mörgum blöðum.
Einlægt koma út nýjar og nýjar
bækur, bæði stórar og smáar. Þeir,
sem rita þær, eru kallaðir ritliöf-
undar. 0g það er mesti sægur til
af þeim í heiminum. Og rnargir af
þeim eru miklir menn.
Ekki býst jeg við að neitt okka'v
verði rithöfundur samt, og að
noJvkur bók komi út eftir okkur.
-Þó er nú bágt að segja um það.
Allir miklir menn hafa einu siniii
verið börn, og enginn vissi þá,
livað úr þeim mvndi vérða.
En hvað um það, og livað uifi fíU-
ar þessar bækur og rithöfun'díi; þá
er ein bók, sem við öll, stór og smá,
eigum að skrifa sjálf. Það ér ný-
lega búið að gefa okkur bókina.
Hún er einmitt að kom'a út. Og
hún er allra nýjasta bókin, sem við
eigum öll. Þess vegna kallá jeg
hana nýju bókina. Þegar hún er
komin öíl út, þá er liún 365 'Blaðsíð-
ur, í stóru broti lianda þeiín, sem
stórir eru, en í smáu broti lianda
þeim, sem smáir eru. Eftir því sem
hún kemur út, eigum við að SKi'ifa
hana. Og þegar hún er öll komin
út, þá erum við búin að skrifa 365
blaðsíður. Og þá erum við orðin
höfundar að stórri-tbók. Er það þó
ekki gaman! .u. i
En á einu ríður — á því, að við
skrifum vel hverja- blaðsíðu. ViÖ
megum ekki láta koma bletti á
hana. Ef blaðsíðurnar verða með
blettum, þá ófríkkar bókin. Það er
ekki gaman að blaða í bókum, sem
líta svoleiðis út. Við verðum í öll-