Framtíðin - 01.01.1910, Qupperneq 10

Framtíðin - 01.01.1910, Qupperneq 10
170 FRAMTIÐIN. En pilturinn svara'Si engu. Stúikan sneri sér viS og gekk inn í skóginn. FiskimaSurinn starSi hljóSur og þung- þúinn á titrandi færisstrenginn. Hann risti meS hnífnum á kviSinn á stórri geddu, sein hann hafSi veitt, og brá um leiS illúð- legum glampa fyrir i augum hans. Hann sat lengi viS vatniS. RoSa sló um fjallstindana og eikurnar vörpuSu risa- vöxnum skuggum á vatnsflötina. SkaSi einn flaug nærri. Hann hló eins og hon- um var tamt, og kvað: “Kápan mín er hvít og svört, kolugur sveinn og mærin björt. SprundiS faSmar sveinninn sá, svört er af kossi meyjar brá.” SkaSinn hló hátt og flaug inn í myrkan skógiml; en fiskimaöurinn tók saman veið- arfæri sín i þungu skapi, og hélt burt frá vatninu. * * * Vikur voru liSnar hjá. Aftur sat Hin- rik við SkógarvatniS, en hann var ekki aS fiska: Hann studdi hönd undir kinn og starði út á vatnið. t>aS var ekki sjón aS sjá ves’ings manninn; roSirin var horfinn af vöngunum og augnaráSiS var dapur- legt. MeSan hann starSi þannig niSur í hyldýpiS, fanst honúm hann aftur sjá mynd fríSrar konv, sem bandaSi honurii meS hvítri hendinni. “Já. þarna niðri færi best um mig;” hann stundi viS. “Betur að öllu væri lokiS.” ITann hrökk upp við lágt fliss og leit við; en nú var þaö engin ung blómarós, sem stóð fyrir aftan hann, heldur tannlaus kerling. Hún bar á handleggnum körfu fulla af blóörauSuni eitursveppuni. “Ó, þaS ert þú, gamla Bríet,” “Já, það er jeg, drengur minrí. Jeg heyrði í þér andvörpin lengst inn í skóg- inn. Jeg veit Kka af hverju þú stvnur eins og lömuö eik. Jeg var við kirkju í dag og heyrði prestinn lýsa meö ljúfunni þinni ljóshæröú og honum Hansi frá Skógarsmiöjú. ; Jeg sá líka bæöi hjóna- •efnin, og—” '<• ‘Tegiöu, kona!” hreytti hann út úr sér. “O, sei, sei, engan ofsa, ljúfur. Sættu þig viS þaö.” "Ef ein bregst, þá er önnur.” Pilturinn brá hendinni fyrir augun, og bandaði konunni burt. En kerling fór hvergi. “Þú ert augasteinninn minn, Ijúfur,” sagöi hún smeöjulega. “Þú hefur fært mér margan fisk í soðið; og svo man jeg þér hlýju húfuna úr oturbelgnum, sem þú gafst mér. Jeg skal hjálpa þér, unginn minn, jeg skal hjálpa þér.” Pilutrinn hrökk upp alt í einu. “Gamla Bríet,” sagöi hann meö skjálfandi rödd. “Fólkið segir •— —-” “ Aö jeg sé galdra-norn. — Ó, nei, aö smýrja eldhús-skörunginn svo aö hann beri ‘mig út um strompinn og upp í háa loft, þaö megna eg ekki, en jeg kann sitt af hverju, ljúfur, sitt af hverju, sem fáir kurina nema jeg, og ef þú vilt, þá gcri jeg hvaS jeg get fyrir þig.” “Geturðu byrlað ástardrykk, Bríet ganíla ?’’ hvíslaÖi Hinrik. “Nei, en jeg kann dálítiS annaö. Ef þú ferö aö mímun ráöum, þá verður hún aldr- ei konan hans, livaö sem klerkurinn tautar yfir þeirn, Stra^ eftir veisluna, þegar hann ætlar aö faöma aö sér nýgifta brúS- urina, |)á skal húri vinda sig af honum, og þegar hún leggur hendur úm háls honum, þá skal hann hrinda henni frá sér. Þetta get jeg gert, og þaö skal jeg kenna þér. Og svo veröur hún þín á enclanuin, þegar þau eru skilin.” “Láttu mig heyra,” sagði Ilinrik lágt, og kerling tók aö hvísla í eyru honum: “Kauptu hengilás úr stáli hjá lásasmiðn- um, borgaöu það sein upp er sett refja- Iaust og segöu um leið: ‘í guös nafni.’ Vertu svo viö kirkju brúökaupsdaginn — taktu nú vel eftir, sriiiúr minn — rétt um leiö og klerkurinn gefur þau saman fyrir altarinu, þá skeltu lásnum saman og segðu lágt: ‘í satans nafni’. FleygStt síöan lásn- uni í vatniö, og alt mun fara eftir oröum mínutn. Skilurðu?” “Jeg skil,” svaraöi pilturinn, óg honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds.

x

Framtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.