Muninn

Årgang

Muninn - 18.12.2003, Side 14

Muninn - 18.12.2003, Side 14
Æ Komdu kæri vinur. Ekki vera feiminn. Sjáðu hurðarhúninn sem glansar án þess að glansa því hann er gamall og úr messing. Gamalt fólk geislar líka án þess að geisla enda hvorki börn né englar. Ommukossar jafn mjúkir og englabossar. Við skulum grípa í þennan hurðarhún og ganga inn. Afsakaðu. Eg gleymdi að opna dyrnar. Afsakaðu. Við skulum grípa í hurðarhúninn og opna dyrnar. Við skulum ganga inn. Meiddir þú þig nokkuð. Nei. Það var gott. Sjáðu stigann. Já. Þennan stóra í miðjunni. Hann er úr eik og var smíðaður árið áður en afi afa þíns fékk flensuna og dó næstum því en læknirinn bjargaði honum og hét Gústaf. Hann átti svarta kápu og droparnir brögðuðust eins og kattarhland. Útúrdúrar. Okkur miðar ekkert áfram. Förum upp þennan stiga. Tuttuguogþrjú eru skrefin. Telur þú það efsta með. Nú jæja. Tuttuguogfjögur eru skrefin en ekki hænufeti meir. Hana. Nú skulum við ganga upp á þak. Hvernig. Líttu í kringum þig góurinn. Sérðu trén sem standa líkt og virkisgarður í kringum húsið. Götuna sem hlykkjast um göturnar sem hlykkjast um húsin eins og risastórt völundarhús sem nær í kringum heiminn. Ráfandi fólkið sem ratar ekki út. Stefnulaust. Já góurinn. Við erum þegar komnir upp á þak. Það er margt í heiminum sem þú skilur ekki. Jammogjá góurinn. Pæng pæng átján gluggar á hlið. Asskoti margt góurinn. Svona. Þú verður að stoppa mig þegar ég romsa þetta. Fylgstu með. Sérðu hvernig fólkið fjarlægist. Hissss. Enn minnkar það. Sérðu hvernig rauðu múrsteinarnir breytast. Hissshisss. Nú breytast þeir. Sérðu hvað skýin nálgast. Hisss. Hí hí hí. Þau kitla greyin. Finndu hvernig fínn úðinn strýkur kinnina. Hí hí hí. Sérðu. Nú eru múrsteinarnir ekki lengur múrsteinar heldur járn. Járn og steypa. Steypujárn og járnsteypa. Hisshissss. Nú þjótum við upp. Passaðu þig góurinn. Ekki svona nálægt brúninni. Áfram höldum við. Hopp hopp. Stopp. Þá erum við komnir. Tilgangur. Ertu ekki hamingjusamari. Við sjáum eins langt og augað eygir. Jú jú. Að sjálfsögðu gerðum við það líka áður. En nú eru skýin fyrir neðan okkur í staðin fyrir að vera fyrir ofan okkur. Nei. Það er kannski ekkert betra. Tilgangur. Enginn. En ertu ekki hamingjusamari. Auðvitað gætum við farið niður stigann en nú er hann orðinn svo langur. Voðalega langur. Eiginlega allt of langur. Hann er þarna. Eikarstiginn en ekkert handrið til þess að renna sér á. Stökkva. Til einskis. Ertu ekki hamingjusamari svona. Góurinn. Æ. Ertu ekki svo miklu miklu hamingjusamari. NÚTÍMINN Gunnar Már Gunnarsson Kaupangi • sími: 462 1555 Mán - Fös kl. 9-18 Glerártorgi • sími: 463 1455 Laukl. 10 - 17 & Sun kl. 13- 17 Mán - Fös kl. 10 - 18.30 25% afsláttur Ef flau kaupir tvo pakka af linsum fær>u 25% afslátt linsr I ÖLLUM LITUM.

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.