Fríkirkjan - 01.11.1899, Side 10

Fríkirkjan - 01.11.1899, Side 10
169 Tillögiirnar samþykktar allar í einu hljóði. Þá var samþykkt i einu hljóði, að kosning sóra Lárusar Halldórssonar sem prests fyrir söfnuðinn á siðasta fundi sje gildandi. Þá voru kosnir þessir safnaðarfulltrúar: Arinbjörn Sveinbjarnarson með 54 atkv. Jón Brynjólfsson — 45 — Þórður Narfason — 43 — Sigurður Einarsson — 43 — Gísli Finnsson — 56 — í safnaðarráðið voru kosnir í einu hljóði Jón G. Sigurðarson og Ólafur Runólfsson. Fundarstjóri skoraði á menn að skrifa undir lögin hjá Jóni Brynjólfssyni og um leið að skrifa á lista hjá sama nöfn sín, heimili og nöfn heimilismanna, er segja sig úr þjóðkirkj unni, og hafa gert það fyrir miðja næstu viku, og er safnaðar- fulltrúunum falið að tilkynna presti þjóðkirkjunnar úrsögnina. Því næst var samþykkt í einu hljóði, að guðsþjónusta byrji undir eins og húsrúm er fengið, og söfnuðurinn fari þeg- ar að nota prest sinn. Fundi slitið. Lög- fríklrkjusafnaðarins í Rcykjavík. I. kafli. Nafn safnaðarins og trúarjátning. 1. gr. Nafn safnaðarins er „hinn evangelisk-lúterski fríkirkju- söfnuður í Reykjavík". 2. gr. Söfnuðurinn játar, að guðs orð í heilagri ritningu sje hin eina algilda og áreiðanlega regla fyrir trú og líferni kristinna manna, svo og kirkjustjórn og kirkjusiðum. 3. gr. Auk hinnar postullegu trúarjátningar viðurkennir söfnuð-

x

Fríkirkjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.