Fríkirkjan - 01.10.1901, Qupperneq 5

Fríkirkjan - 01.10.1901, Qupperneq 5
165 hóps . . . virðist hafa skipt sér til muna af því, meðan það var að gjörast"; og er það fyililega rétt hermt. Höf. telur, og það án efa réttilega, að óánægjan með þjóð- kirkjuna sé sprottin af trúarþörf fólksins. Undariegt er það, ef hann álítur það æskilegra og kristilegra, að fólkið haldi kyrru fyrir í þjóðkirkjunni og láti þessa óánægju, sprottna af trúarþörf, koma sér til að vanrækja kirkju og kristindóm, held- ur enn hitt, sem einn söfnuður hefur þegar gjört (í Reyðar- firði), og annar er nú að gjöra, að láta trúarþörfina knýja sig til að koma upp hjá sér kirkju, til að halda á lopti í sínum hóp boðskap kristindómsins, eptir að hafa sagt skilið við þjóð- kirkiuna og stofnað hjá sér kirkjulegan félagsskap á hinum eina rétta grundvelli ogiþeim tilgangi, að efla hjá sér „trú og sið- gæði.“ — Yér skiljum þetta ekki, en þannig virðist hugsun hins háttvirta höfundar vera. Þetta er nú hið eina, sem oss greinir verulega á um við hinn heiðraða höfund. Vér álítum drengilegra og kristilegra að segja skilið við þjóðkirkjuna og — hrófla upp svonefnd- um fríkirkjusöfnuði. Að öðru leyti erum vér honum fyllilega samdóma um flest, er hann segir, sérstaklega um nauðsynina á einbeittri apturhvarfs prédikun. fað er hverju orði sannara, er h öf. ber fram, þar sem hann kemst svo að orði: „Allur vor andans gróður ætti að vera með margföldum hlóma á við það sem hann er. Yér ættum að vera miklu betur kristin þjóð enn vér erum. Vér ættum að vera miklu vitrari þjóð. Vér ætt- um að vera miklu lengra komnir í miskunseminni og líknar- innar þjónustu. Vér ættum að vera miklu viljasterkari þjóð, rneð traustari lund og fastari sannfæring í öllum efnum. Það er hreinasta raun, hve skamt vér erum komnir í öllu þessu. Fyrir það hefur kirkjan íslenzka stóra og þunga skuld á baki.“ Já, vér ættum að vera svo margt, sem vér erum ekki, og ættum ekki að vera svo margt, sem vér erum. En hvers vegna erum vér eins og vér erum? Hvers vegna er þjóð vor eins aumlega stödd að því er snertir sannan, lifandi og táp- mikinn kristindóm, eins og öllum kemur saman um, sem um það ræða eða rita, og allir þeir hljóta að samsinna, sem eitt- hvað hugsa,

x

Fríkirkjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.