Fríkirkjan - 01.10.1901, Side 6

Fríkirkjan - 01.10.1901, Side 6
166 Til þessa liggja auðvitað ýinsar orsakir, og vér erum okki nema að nokkru leyti samdóma því, sem höf. segir um þetta efni. Hann talar ekki um neina aðra orsök til þessa, enn ranga boðun kristindómsins. Um þetta erum vér lionum ekki samdóma; hér eru sannarlega fleiri orsakir, og vér erum ekki vissir um að hann fari rétt með það, hvernig kristindómuiinn hefur verið boðaður fram á þennan dag. Hann segir að gall- inn á íslenzkri kristindómsboðun hafl einkum verið sá, að hann hafl dvalið við pislarvikuna nærri því eingöngu. Vér ætlum að þetta sé ekki rótt sagt. Oss liggur við að fullyrða einmitt hið gagnstæða, nl. að kirkjan hafl of lítið dvalið við píslarvikuna, of lítið prédikað, beinlínis að miklu leyti svikist um að prédika Jesúm Krist og hann krossfestan. Vér ætlum að gallinn á boðun kristindómsins hafi verið allur annar; og eigi aptur- hvarfsprédikun sú, sem höf. talar um, að koma nokkru til leiðar, þá verður hún að hafa að einkunnarorðum hina gömlu setning Páls postula: „Eg ásetti mér að vita ekki annað, en Jesúm Krist og hann krossfestan". (Framh.) Himinstjörnur bjartar blika.

x

Fríkirkjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.