Fríkirkjan - 01.10.1901, Blaðsíða 11
171
„Eigum við ekki að færa hann ur yflrhöfninni, massa?"
sögðu svertingjarnir, þegar gröfin var til búin.
„Nei, nei, grafið hana með honum. — Það er hið eina,
sem eg get gefið þér, veslings Tómas, og þú skalt hafa hana?“
Þeir lögðu hann í gröfina og inokuðu síðan þegjandi ofan
í hana, hlóðu því næst upp að leiðinu og lögðu grænt torf
ofan á það.
„Þið megið nú fara, drengir,“ sagði Georg og iagði
silfurpening í lófa hvors þeirra. Þeir biðu samt við litið eitt.
„Ef hinum unga massa þóknaðist að kaupa okkur?“ sagði
annar.
„Við skyldum þjóna honum vel og með trúmennsku,"
sagði hinn.
„Það eru harðir tímar hér, massa,“ sagði hinn fyni.
„Gjörið þér það, massa; kaupið þér okkur, gjörið þér það!“
„Eg get það ekki, eg get það ekki,“ sagði Georg, og átti
örðugt með að segja það, „það er ómögulegt!" og hann gaf
þeim bendingu um að fara.
Veslings mennirnir urðu hryggir við og gengu þegjandi
burtu.
„Viti það eilífur guð,“ sagði Georg og kraup á leiði hins
gamla vinar síns, „að frá þessari stundu skal eg gjöra það sem
einn maðiir geiur gjört, til að reka bölvun þrældómsins úr föð-
urlandi mínu!
XX. Heitiö efnt.
Georg Shelby hafði ritað móður sinni og sagt henni hve-
nær hún mætti búast við sér heim. Hann hafði ekki hjarta
í sér til að skrifa um andlát hins gamla vinar síns. Hann
gjörði nokkrar tilraunir í þá áft, en jafnan lauk þeim svo að
hann reif bréfið í sundur, þurkaði sér um augun, og varð að
ganga eitthvað til að ná rósemi sinni.
Pað var mikil tilhlökkun á heimili Shelbys daginn sem
von var á hinum unga „massa Georg“.
Loksins heyrðist vagnhljóð.
„Massa Georg!“ sagði Klóa frænka ogþaut út að glugg-
anum.
Frú Shelby hljóp fram í dyrnar; þar mætti hún syni sín-
um, er tók hana i íaðm sér.