Fríkirkjan - 01.10.1901, Page 13
173
þessu frjálsir menn og frjálsar konur. Eptir þetta borga eg
ybur kaup fyrir vinnu yðar, eptir þvi sem oss semur um.
Kosturinn við þetta er sá, að það verður ekki hægt að taka
yður og selja, þó svo færi að mín misti við eða eg lenti í skulda
kröggum. Eg ætla mér að halda búskapnum áfram í sama
horfi, sem að undanförnu hefur verið, og kenna yður jafnframt
það, sem þér munuð ef til vill þurfa nokkurn tíma til að læra
— hvernig þér eigið að fara með réttindi þau, er eg hef nú
gefið yður, sem frjálsir menn og frjálsar konur. Eg ætlast
tii þess af yður öllum, að þér verðið iðin og námfús, og eg
vona til guðs að eg verði trúr í starfi mínu og fús að leið-
beina yður. Og nu, vinir minir; litið upp og þakkið guði fyr-
ir blessun frelsisins.
Þér munið öll eptir liinum góða og dygga Tómasi
frænda“.—Georg lýsti þessu næst með fáum orðum andláti
hins gamla manns, bar þeim öllum hina hinnstu kærleiks kveðju
hans og mælti að endingu: „Það var á leiði hans, vinir mín-
ir, að eg hét því frammi fyrir augliti drottins, að eg skyldi
aldrei framar þræl eiga, og að enginn maður skyldi fyrir
mina sök þurfa að eiga það á hættu að verða skilinn frá
heimili og vinum og deyja einmana og yfirgefinn á fjarlægri
plantekru, eins og hann gjörði. Pegar þér því fagnið yfir
frelsi yðar, þá minnist þess jafnan, að þér eigið það að þakka
þessum góða, gamla manni; og látið konu hans og börn njóta
þess. Hugsið um frelsi yðar i hvert sinn er þér htið á kof-
ann hans Tómasar frænda, og látið það vera yður upphvatn-
ing og áminningum, að feta í fótspor hans og vera eins ráð-
vönd og trú og kristin, eins og hann var.“
Kirkjumálin á alþingi 1901.
Auk þess, sem getið er um í síðasta tölublaði, komu
eigi svo fá önnur málefni fyrir á þinginu, er beinlínis eða ó-
beinlínis mega teljast til kii’kjulegra mála.
Það voru gefin út lög um almannafrið á helgidögum
þjókirkjunnar í stað hinnar gömlu helgidagatilskipunar. Ekki