Fríkirkjan - 01.10.1901, Blaðsíða 14
174
teljum vér þau lög að neinu merkileg. Þau eru mest.megnis
fyrir lögreglustjórana, og munu naumast hafa mikil áhrif á
kirkjulegt líf í landinu; enda ekki inikil breyting frá fyrri
helgidagalögum.
Þá voru og sett lög um kirkjugarða, sem auðsjáanlega
áttu rót sina að rekja til ágreinings þess, er að undanförnu
hefur átt sór stað út, af kirkjugarðinum i Reykjavík.
Telja má það til kirkjulegra mála, er alþingi veitti á
fjárlögunum 800 kr. skáldlaun til sira Valdemars Briem, þar
sem þau eru vitanlega veitt fyrir sálma og bibliuljóð. En svo
hefur þingið vist ætlað að sýna, að það væri ekki hlutdrægt í
bibliuáttina, með því að veita öðrum manni skáldlaun, sem
enginn bibliuelskari eða kristindómsvinur hefur verið í ijóða-
gjörð sinni, nl. Þorsteini Erlingssyni. Er mælt að þeir hafi
verið spyrtir svo gaumgæfilega saman á þinginu þeir „Valdi-
hamar vizku og snildar" og „í>yrna“-J>orsteinn, sem væru
þeir andlegir fóstbræður. Mælti það einhver, að þarna mætti
sjá, hvort Kristur og Belial gætu ekki átt hlutskipti saman.
f’á viijum vér minnast á eitt mál, sem rætt var um á
þessu þingi og hefur opt áður komið inn á þing, það er málið
um umsjón og fjárhald hinna svonefndu landsjóðskirkna. —
Auk þess sem flestar kirkjur á landinu eru í raun og veru
eign hins opinbera eða landsjóðsins, þá hafa lengi verið nokkr-
ar kirkjur, sem i sjerstökum skilningi hafa verið eign iand-
sjóðsins. Við þessar kirkjur hefur þingið jafnan viljað losast
og fá hlutaðeigandi söfnuði til að taka þær að sjer. Ein af
kirkjum þessum er kirkjan i Vestmannaeyjum, og eru eyjar
þær eins í þessu tilliti eins og mörgu öðru ærið þungar á
landsjóðnum.
Kirkjur þær, sem nú var rætt um, voru þessar þrjár:
1. Langholtskirkja í Vestur-Skaptafells prófastsdæmi, og
skyidi henni fylgja áiag að upphæð 3200 kr.
2. Þykkvabæjarklausturskirkja í sama próíastsdæmi, og
skyldi henni fylgja álag að upphæð 1800 kr. svo og fjörur
nokkrar, sem henni eru t.aldar.
3. Vestmannaeyjakirkja með 6500 króna álagi.
Lög um þetta efni vöru afgreidd frá þinginu, en það segir