Fríkirkjan - 01.10.1901, Blaðsíða 15
175
seinna af þvi, hvort hlutaðeigandi söfnuðir vilja taka að sér
kirkjurnar með þessu álagi, eða ekki.
Biskupinn og tveir prestar voru í nefndinni um þetta mál
i efri deild. Töldu þeir, að í frumvarpinu væri „heppilega
þræddur sanngjarn vegur milli landsjóðs á aðra hliðina og
safnaðanna á hina“, og réðu deildinni því til að samþykkja
það, sem hún líka gjörði.
Þetta var nú ekkert merkilegt, og vér höfum ekki ástæðu
til að segja nokkurn skapaðan hlut um það.
En það er annað í þessu nefndaráliti biskupsins og prest-
anna tveggja, sem vér viljum vekja athygli á. Það eru þessi
orð, sem nú skal greina:
„Þá litum vér og á hitt, að með hverju árinu, sem líður,
komast æ fleiri kirkjur i umsjón safnaðanna og ieljmn vér þá
stefnu i alla staði rétta óg viljum efla hana“.
Þessi orð þykja oss merkileg; því að sú stefna, er hér
ræðir um, er ein grein af stefnunni í frikirkjuáttina. — Prest-
ar þeir tveir, sem undir þetta hafa ritað með biskupinum,
(sira Sigurður Jensson i Flatey og síra Ólafur Ólafsson í Arnar-
bæli), þorum vér nálega að fullyrða að eru fríkirkjumenn i
anda. Og oss liggur við að ætla — meðal annais af þessum
tilvitnuðu orðum — að biskupinn sjálfur sé ekki fjarlægur
hugsjón fríkirkjunnar.
Þessi orð frá þessum mönnum og á þessum stað gefa
hverjum manni rétt til að ætla, að þeir séu hlyntir því, að
söfnuðirnir fái sem fyllst og mest umráð yfir kirkjulegum
málefnum sinum. Því að hitt er ómögulegt, að slíkir menn
vilji að eins gefa kirkjuskrokkana á vald safnaðanna, láta
söfnuðina hafa veg og vanda af þeim, en um ieið halda að
eilífu nóni yfir sörnu söfnuðum valdi því, sem þeim að réttu
ber yfir öllum kirkjumálefnum sínum. Nei, vér hljótum að
vjrða þetta svo, að þessir menn séu hlyntir því, að stigin séu
spor þau, er leiða óhjákvæmilega i fríkirkjuáttina — og það
gleður oss.
Þá kom fram á þessu þingi, og hefur opt áður komið
frarn, írumvarp um gjaldskyldu utanþjóðkirkjumanna. — Það
hafa jafnaðarlega á hverju þingi setið einhverjir menn, sem
hafa viljað íramfylgja trúar- og samvizkufrelsinu i þessaii