Fríkirkjan - 01.10.1901, Page 16

Fríkirkjan - 01.10.1901, Page 16
176 grein svo langt, að enginn skuli með lögum vera skyldaður til að greiða gjald .til þess kirkjufélags, sem hann vill ekki vera í, né yfir höfuð til nokkurs kirkjufélags, ef hann vill í engu slíku vera. Fyrir hverri óbrjálaðri skynsemi virðist þessi meginregla vera svo sjálfsögð, að þar um sé engum blöðum að fletta. í grundvallarlögunum dönsku er með berum orðum sett ákvörð- un í þessa átt, en í vorri islenzku stjórnarskrá vantar slíkt ákvæði, svo að skýlaust sé, þó að naumast sé unnt að þýða á annan hátt setninguna: „Engiun má neins í missa af þjóðlegum og borgaralegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna“. Eignarréttur og fjárforræði eru sannarlega borgaraleg réttindi, og sá maður er í sannleika þeim sviptur, sem skyld- aður er til að greiða gjald til þess félags, sem hann vill ekki vera í. Það mundi þykja ranglátt, ef menn væru skyldaðir að lögum til að vera í bókmenntafélaginu og greiða árstillagið til þess; en það er engu réttlátara að leggja á menn nauðuga, viljuga gjald til ákveðinnar kirkju. — Trúar- og samvizku- frelsið hlýtur sömuleiðis að teljast til borgaralegra réttinda, en gjaldskyldan kemur áþreifanlega í bága við það. Allt þetta liggur svo í augum uppi, að engum ætti að geta biandazt hugur um það. En eigi að cíður hefur þessi sannleikur, eins og margur annar, átt erfitt uppdráttar. Það eru svo mörg „en“, sem koma til greina, og eitt af þeim er það, að þjóðkirkjan megi ekki við að missa þessa blessaða(l) peninga frá þeim mönnum, sem eru henni og öllum kristin- dómi fráhverflr i hjarta sínu. Að þessu sinni var mál þetta ekki úti'ætt á þinginu. (Framh). Ci-/jr i i'lr í o < íkcmur út einu sinni á mánuði; verður með ^ irVli IVJ Cll 1 myndum. Kostar hér á landi 1 kr. 50 au. — erlendis 2 kr. — árgangurinn. Borgist fyrir lok júní-mánaðar. Fæst í Reyk.javik í Sigf. bókaverz). Eymundssonar; úti um land hjá bókasölum og (ef fyrirfram er borgað) hjá póstafgreiðslu- og bréfliirðingamönnum. Utgefandi: Lárus HaKdórsson Reykjavík. Aldftr-prtutimiðjft.

x

Fríkirkjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.