Fríkirkjan - 01.01.1902, Side 11

Fríkirkjan - 01.01.1902, Side 11
11 að þeir prédikuðu á dönsku. Hann spurði mig, hvað i erindis- bréfum þeirra stæði, og þegar eg sagði honum að þar stæði, að þeir ættu að vitna, varð hann mjög ánægður og mælti: „Það er gott; því vitnað getur hver trúaður maður, en prédik- að — nú, jæja, þeir mega sannarlega gjarnan prédika, en held- ur skulum við kalla það að vitna.“ Meiningin er, að það að prédika sé eit.t.hvað æðra, og til þess þurfi háskólamenntun. í sannleika. þá hljóta margir prestar að hafa átt ólokið háskóla- námi sínu, ef hæflleiki þeirra til að prédika á að vera kenni- teiknið. Peir hafa miklu fremur orðið of menntaðii'til þess að geta prédikað fyrir óbreyttum alþýðumönnum. í mörg ár þóttist háskólinn of góður til að skipta sér nokkurn skapaðan hlut af heimatrúboðinu, og hefur ef til vill alls eigi neitt um það hugsað. Á síðasta mannsaldri hefur þetta þó breytst töluvert. Ab vísu eru þeir menn enn til meðal guðfræðiskennaranna við háskólann, sem standa á hin- um gamia yfirlætis sjónarhól og jafnvel þykjast svo miklir af sjálfum sér, að þeir telja sig færa um að kveða upp opinberan dóm um hvert mál, sem vera skai, án þess að þeir þurfl að þekkja mál það, er þeir ræða um. Þetta hefur Schariing há- skólakennara tekizt meistaralega, einkum þegar hann kom með hina afar spaugilegu ásökun gegn heimatrúboðinu, að það væri „hálf grúndtvígst." Hann er auðvitað sjálfráður um það, ef hann að gamni sínu vill gjöra sjálfan sig dálítið spaugilegan; má vera að þess sé full þörf. — En meðal kennenda háskól- ans eru nú til þeir menn, sem eigi að eins hafa skilning á heimatrúboðs starflnu, heldur einnig hafa rúm fyrir það i hjörtum sínum. Það eru sömu mennirnir, sem í mótsetningu við háskólakennarana frá mínmn stúdents dögum eru stignir niður af sínum vísindalega háhesti og teknir að umgangast stúdentana og lifa með þeim, og kemur þá meðal annars til umræðu iíf það, sem heimatrúboðið hefur vakið. En þrátt fyrir þessa æskilegu breytingu, kemur háskóhnn þó enn fram með ofmiklu yflrlæti gagnvart kröfum þeirn, sem heimatrúboðiö gjörir til presta þeirra, er þaðan útskrifast. Það er afar áríðandi fyrir heimatrúboðið og lífið, sem það hef- ur rakið, að frá háskólanum geti komið pivstar. sem staðið geta með fullum skilningi mitt j hiuu vaknaða lífi, og verið

x

Fríkirkjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.