Fríkirkjan - 01.04.1902, Blaðsíða 2
50
hvellura rómi hátt við ský
himnalögin syngur ný.
fýða syngjum þakkargjörð;
þakki drottni himinn, jörð,
allir menn og engla hjörð.
Vetrar liðna þökkum þraut,
þökkum fagurt sumar-skraut,
vér sem eigum vændum í,
veðrin þegar gjörast hlý.
Þökkum guði allt og eitt,
allt skal þakka, kalt og heitt.
Allt gott hefur oss hann veitt.
Lofi drottin líf og sál,
líkn hans prísi tunga, mál.
Vetrar eptir veðrin stríð
vorsins kemur blíða tíð;
svo mun eptir æfi þraut
eilíf gleði’ oss falla’ í skaut.
Leið oss, drottinn, lifsins braut.
Um barna uppeldi.
eptir Otto Funcke.
(Framh.) —•O.—
Vér iðrumst ekki eins út af glerbrotunum, eins og yfir
stolnum munum eða særðu hjarta náunga vors. Hversu ólik eru
orð frelsarans við lærisveinana í Getsemane, þegar þeir gátu ekki
vakað einastund; hversu ólik eru orð hans við Pét.ui-, þegar hann
í geðshræringu og fáti heggur eyrað af Maikusi; eru orð hans
ekki miklu vægari þegar svo stendur á, þegar menn af veik-
leika eða óaðgætni hafa rasað um ráð fiam, heldur en þegar
bein óhlýðni eða þrjózka kemur í ljós? Láttu hugann dvelja
við orðin, sem Jesús sagði við Pétur, þegar Pétur vildi ekki
lofa honura að þvo fætur sína, — eru þau ekki alvarlegri en hin?
Eða þegar Pétur sagði við meistara sinn: ,IDetta“ — að