Fríkirkjan - 01.04.1902, Blaðsíða 3

Fríkirkjan - 01.04.1902, Blaðsíða 3
51 þú verðir krossfestur — „skal aldrei fram við þig koma“; þá er svar drottins meir en lítið alvarlegt: „Haf þig á burt frá mjer, Satan, þú ert mér hneyksli; því að eigi skynjar þú það sem guðs er, heldur það sem manna er“. Þar eð frelsarinn gjörir svo mikinn greinarmun, og þar eð vér sjálfir gjörum svo mikinn mun, þá eigum vér ekki að verða sérlega alvarlegir og þvi síður gramir, þótt börnunum verði það á að særa fegurð- artilfinningu vora, og einhverjir formgallar komi fyrir hjá þeim, og þurfurn ekki sífellt að stagast á, hvað þau séu „óbetranleg" og „óbærileg". í'egar vér finnum að þessháttar göllum, eig- um vér einmitt að gjöra þeim það ijóst, hversu mikili munur sé á þeim og verulegri synd. Aptur á móti er alvaran aldrei of mikil, þegar um veru- lega synd er að ræða; þá verðum vér að sýna börnunum djúp spiliingarinnar 1 mannshjartanu. Eg á ekki við, að vér séum sí og æ að kenna þeim, hvað trúfræðin kann að segja um frásnúið mannkyn og syndumspilt mannshjörtu, eða að reyna að fá þau til að kannast svona almennt við með kver- inu, „að vér séum allir syndarar og i sekt við guð“; — en þegar tækifæri býðst (t. d. þegar þau skrökva vísvitandi, eða þau eru kuldaleg, óhlýðin og eigingjörn) þá eigum vér að sýna þeim, að þessháttar eiturjurtir geti ekki þrifizt nema þar, sem jarðvegurinn er eitri blandaður, og að mannshjartað sé að nátt- úrufari slæmur jarðvegur. Þegar sama syndin, t. d. lýgi, kemur fyrir aptur, þrátt fyrir það þótt barnið hafi fundið sárt til þess í fyrra skiptið, sem það laug, og ásett sér þvi að ijúga aldrei framar, — þá eigum vér að sýna því, að „hjartað er veikt og höfuðið þreytt". Fyrir leiöbeiningu vora Jæra þá börnin að biðja um nýtt hjarta ognýjan anda.—Þráfaldlega verður það að mikiu tjóni, þegar menn ætla að fæla börn og ungl- inga frá syndinni með þvi einu, að útmála fyrir þeim hinar voðalögu afleiðingar syndarinnar. Það er ósœmilegt og veikir einkumarfesúnna að vera alt af að liræða. í:,au verða að sjá og skilja, að syndin sé manninum ósamboðin, að hún sé dýrsleg og djöfulleg, og hata hana þess vegna. Það er heimskulegt og það er bjálfalegt, þegar sagt er við lítið barn: „Ef þú gjörir þetta, þá kemur hún ,Grýla‘ eða hann ,Dúðadurtur‘ og tekur þig“; eða þegar menn eru sí og æ að hræða á helvíti, eða

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.