Fríkirkjan - 01.04.1902, Blaðsíða 10

Fríkirkjan - 01.04.1902, Blaðsíða 10
58 — eg var þá þrettán ára, — vorum á gangi úti í skógi, og faðir minn var að segja mér frá ýmsu, sem mér þótti skemti- legt. Gömul kona, fátæklega búin, stóð á götunni og rar að reyna bö lypta viðarbagga upp á herðar sér, en gat það ekld. Faðir minn sá, að eg tók vel eptir henni, en þegar hann sá, að eg ætlaði samt ekki að hjálpa henni, þá fékk eg löðrunginn. Fað getur verið að pilturinn hafi komizt í geðs- hræringu, en það stóð ekki iengi, því að hann sá, að faðir minn sagði satt, þegar hauu liæði þá og optar sagði: „Það er þrælmennska að hjálpa ekki þeim, sem maður getur hjálp- að.“ — Faðir minn var yfir höfuð óvanur að taka t.illit ti! þess, hvað oss var geðfelt eða ógeðfelt þegar um greiðvikni og hjálpsemi var að ræða. Eg hef sagt frá því í annari bók, að vér urðurn, drengirnir, að bera óteijandi súpuskálar hlífðar- laust til sjúklinga og fátæklinga, og það um hábjartan daginn. Foreldrar mínir voru þó talin með „fína fólkinu“ í bænum, þar sem eg ólst upp, og hefðu eflaust haft efni á að senda aðra tii fátæklinganna. Hin fyrirmanna-börnin gjörðu aldrei neitt þess háttar og leiksystkini vor hæddust því að oss fyrir ómökin með matarskálarnar. Yér reyndum stundum að fær- ast nndan þessum sendiferðum, en fengum ekki önnur svör en meðaumkunar bros og stutt goðsvar, t. d.: „Fú skilur þetta betur seinna." Og vér höfum sannarlega séð það seinna, að það er gagnlegt að afneita sjálfum sér — að það bæði var gagnlegt að læra að umbera heimskulegt háð, og að þessi störf kenndu oss þá sannkristilegu meginreglu, að hár á að þjóna lágum, einmitt af þvi að hann er betur settur. Eg get aldrei metið fyllilega, hve mikla blessun eg hafði af því að sjá snemma, að súpudiskur getur flutt sólskin inn í hús sorgar- innar, og að heimskulegt háð er fyrirlitningarvert. Pað þrosk- aði oss meir en lítið að bjóða háðglósunum byrginn. Fað var blessunarríkt að fá færi á að ganga úr skugga um, að göfug- lyndi og sálarþrek má engu síður hitta í hreysum fátækling- anna, en höllum ríkismannanna. Fað var blessunarríkt að sjá greinilega hjá mörgum fátækum vesaling, að trúin er þó sá kraptur, sem sigrar heiminn! Og hver getur loks metið allar fyrirbænirnar og blessunaróskirnar, sem vér fengum hjá veikum og deyjandi mönnum. Reyndar verð eg að kannast

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.