Fríkirkjan - 01.04.1902, Blaðsíða 9

Fríkirkjan - 01.04.1902, Blaðsíða 9
57 ÞaS er að segja: eins og eg þjónaði yður. Þetta verðum vér að hafa hugfast, þegar vér lýsum lífi Krists fyrir börnunum, svo að þau sjái, hvernig hann jjónaði mönnunum allt líf sitt, þjónaði þeim með sjálfsafneitun og þó með gleði. Hann þjón- aði mönnunum glaður, hvort sem hann sótti tréspæni fyrir móbnr sína út í smiðahns mannsins hennar, eða iagði á sig næturvökur vegna hans Nikódemusar, eða læknaði likþráan mann, eða lét hfið í sölurnar til friðþægingar mánnkyninu. Ef þú skiptir kristnu trúfræðinni niður eptir þessu grundvallar- atriði, þá verður þú ekki í vandræðum með að komast að siffræðinni; — því að: „vér eigum að vera í heiminum eins og hann var“, í einu orði: þjónar. Kristinn söfnuður er nú smám saman að sjá þetta hetur og betur, og það fer bráðum að verða „fínt“ að þjóna. Það er farið að syngja lof um þjón- ustusemina á öllurn tungumáium og i öllum tóntegundum, og jafnvel einnig meðal þeirra, sem þykjast vera hafnir upp úr kristindóminum. Þó er þetta eingöngu og beinlínis kristileg hugsun, fyllilega gagnstæð anda gömlu og nýju heiðninnar. Það verður ekki ráðin bót á meinum veiki-ar veraldar, nema þetta lunderni Jesú Krists komist inn, ekki eingöngu i kennai-a- stóla og predikunarstóla, eða í ræður manna og bækur, held- ur einnig inn í hjörfun. En það er áríðandi að byrja snemma á börnunum, gróður- setja lunderni Krists hjá þeim, og hlynna að því; að öðrum kosti kemur það að litlu haldi, þótt. reynt sé til þess, eða nær að minnsta kosti aldrei eins góðum þroska. Það má koma anda greiðvikninnar og þjónustuseminnar svo vel inn hjá börn- unum, að hann verði samgróinn eðli þeirra, séu þau alin upp kristilega og skynsamiega, — en eðlilega er þá óhjákvæmi- legt skilyrði, að vér séum sjálf gagntekin af sama anda og að börnin sjái, að oss sé gleði að verða öðrum til greiða. Börnin munu þá brátt komast að raun um, að vingjarnleg greiðvikni er ágætt ráð til að gleðja sjálfan sig og til að koma sóJar- geislum inn til náungans. Eg þakka föður mínum enn i dag fyrir snoppung, sem liann gaf mér, þegar eg vildi ekki sýna greiðvikni. Vér fengum sjaldan Uhamhga hirtingu systkinin, og eg man vel eptir, þegar eg varð fyrir því. Tildrögin að snoppungnum, sem eg gat um, voru þannig: Yið feðgarnir,

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.