Fríkirkjan - 01.04.1902, Blaðsíða 7

Fríkirkjan - 01.04.1902, Blaðsíða 7
55 asnann og síðan á hestinn, heldur en fara öfuga leið. — En samt er nú heimurinn fullur af æskulausum ungmennum, sem eru orðnir ofsaddir á lífinu, kraptalausir slóðar bæði til sálar og líkama og hafa aldrei leikið sér með barnslegri gleði né starfað með nokkurri alvöru, af þvi að þeir héldu að þá mundi aldrei vanta nokkuð, úr því að peningjapyngja feðia þeirra var svo stór. Fjölda manns meðal „fína fóiksins" er því nær ókunnugt um barnslega gleði, af því að þeir sóttust eptir alls konar nautn- um allt of snemma, nautnum, sem vissulega eru ekki hörnum hentar; en slíkir menn njóta aldrei framar sannrar gleði, af því að „gleðitaugarnar" eru skemdar. f’essir menn, sem eru orðnir gamlir fyrir tímann og lamaðir á líkama og sál, þeir horfa með fyrirlitningarsvip á hendur verkamannsins og þvottakonunnar, af því að þær eru hrukkóttar og bera þess glögg merki, að þær hafa ekki „legið í hveiti um dagana*; þeir þykjast miklir, en gæta þess ekki að heimurinn mundi standa jafnréttur, þótt allir iðjulausir slæpingar hyrfi einhvern góðan veðuidag, hversu „státnir og finir" sem þeir eru á göt- unum; en aptur á móti mundi gangvélaútbúnaður mannkyns- ins nema staðar, ef enginn vildi verða til að bera á tún, baka brauð og sóla skó. Það færi betur, ef vjer gætum komið þvi vel inn hjá börnunum, að menntunar þótti, og einkum ríkismannarígur, sé löðrungur á hann, sem gjörðist fátækur vegna vor, til þess að vér skyldum verða ríkir; — hann, sem aldrei gjörði neinn greinarmun á fátækum og ríkum, háum og lágum, en spurði að eins eptir því, hvort menn væru trúir yfir því pundi, sem þeim hefði verið lánað. Yér eigum að sýna börnum vorum með dæmi og orðum Jesú Krists, að það er óendanlega mikið undir því komið, að vér höfum sífelt hugfast, að gjafir guðs eru lánsfé, sem vér eigum að gæta með allri trúmennsku, hvort sem þær eru stórar eða smáar; að vér þurfum sjálfir að verða salt og ljós og þvi næst starfa sem salt og ljós heimsins. En þá verður auðsætt, að sá er ekki beztur maður, sem flest fær virðingar- merkin, heldur sá, sem allra helzt er ómissandi í stöðu sínni fyrir trúmennsku sína og dugnað, og að strætasópari eða kúa-

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.