Fríkirkjan - 01.04.1902, Blaðsíða 15
63
Það er mjög eðlilegt, að þeir menn verði meira og meira
óhreinir á sálu og hjarta, sem sifellt eru að velta fyrir sér
þessum svokölluðu ósiðsemis köflum ritningarinnar. En þar
af leiðir eigi, að ritningin þurfi að hreinsast. í*að eru hin ó-
hreinu hjörtu þeirra sjálfra, er þurfa þess með að þau verði
hreinsuð. Sá, sem hneykslast á frásögum ritningarinnar, sá
maður hefur aldrei í sannie>ka snúið sér til guðs. Það breyt-
ir eigi hjartanu, þó prestar eða biskupar leggi hendur yfir einhvern.
Margir menn stiga upp i prédikunarstól, án þess að hjörtu þeirra
hafi orðið íyrir nokkurri breytingu af náð guðs. Sjáðu til að
hjarta þitt verði hreinf, þá mun áreiðanlega biblían einnig verða
þér hrein. Gallinn er, að hinu óendurfædda manneðli verður
eigi komið i samræmi við guðs orð. Æ, vinir mínir, hreins-
un hjartans er það, sem vér þurfum. Þú skait aldrei fá mig
til að trúa þvi að biblían, sem liggur á borðinu hjá hinum
hreinustu mönnum og konum, og var hin síðasta huggun
fyrir þá af ættingjum þínum, sem nú eru heimkomnir, hafi
nokkurn hinn minnsta blett,-er hin næmasta smásjá ærlegs
biblíurannsóknara geti gjört sýnilega.
Dómarar og kviðdómendur eru jafnaðarlega vanir að af-
saka það í lengstu lög, þótt einhver maður fái eigi stjórnað
reiði sinni og beiti líkamlegu ofbeldi, ef heiðri konu hans eða
dætra er misboðið; hversu mun þá eigi hin dynjandi þruma
fyrirdæmingarinnar skella á þeim mönnum, er frá kristilegum
prédikunarstólum dirfast að ráðast, á hinn jómfrúarlega hrein-
leika i innblæstri biblíunnar?
Ef þú tækir upp á því, að ganga á hin stóru myndasöfn
veraldarinnar, til þess að gjöra þar ýmsar breytingar, þá mund-
ir þú brátt verða skoðaður sem vargur í véurn og settur inii
i hegningarhúsið; og þo væri það fyrirgefanleg athöfn, þegar
hún er borin saman við hitt, að gjöra tilraun til að breyta
biblíunni.
Að hugsa sér, að nokkur maður skuli ætla sér þá dul,
að nýtízkusníða meistaraverk guðlegs innblásturs, og um-
mynda hinar siðferðislegu hetjur í hinu stórkostlega og há-
tignarfulla myndasafni drottins allsherjar!
Vér skulum nú einu sinni fyrir allt skipta oss í tvo flokka.
Allir þeir, senr vilja vera vantrúaðir og vefengja. ritninguna og