Fríkirkjan - 01.04.1902, Blaðsíða 16

Fríkirkjan - 01.04.1902, Blaðsíða 16
64 niðra henni, skipi sér á bak við fallbyssur djöfulsins, því það getur ekkert samkomulag átt sér stað milli vantrúar og kristin- dóms. Þolanlegri þykir oss þó hin opinbera, játaða vantrú, heldur en verk þessara hálfu guðfræðinga — þessara andlegu bullara og hálfgjörðra framþróunar manna á kristilegum ræðu- pölluin, sem bæði trúa hiblíunni og trúa henni ekki, sem niðra trúnni, til þess að þóknast efunar sýki heimsins og sinni eigin drambsemi og finnst að þeir geti eigi sýnt hugrekki sitt betur með öðru móti, en að hafa biblíuna að skotspæni og skjóta á hinn almáttuga. Það er mér stór huggan að guð hafi kunnað að stjórna alheiminum áður en þessir menn urðu til, og að hann einnig mun kunna það eptir að þeir eru horfnir af jörðunni. En, sem sagt, allir þér, sem viljið þjóna myrkra höfðingjanum með því að breytabiblíunni, gangið brott og skipið yður algjörlega hans megin; og allir þér, sem trúið á guð og hið heilaga orð hans, gangið fram til að berjast fyrir sannleikanum. Biblían var hinn bezti arfur frá föður þinum og mun verða hin bezta arfleifð, er þú getur eptirskilið börnum þínum, þá er þú kveður þau hinni hinnstu kveðju, til þess að ílytja til hinnar gullnu borgar hinu megin við fljótið. Ungi maður, þú þarft ekki að skammast þín fyrir biblíuna þína; það er engin dýgð til, sem hún mælir eigi með, engin sorg til, sem hún getur eigi huggað og engin lagagrein í kristi- Jegri löggjöf nokkurs lands, er eigi hafi hina dýpstu rót sína í þessari bók; það er ekkert lnaustara og karlmannlegra fólk til á jörðu, heldur en það, sem lýst er í þessari bók. f*á er eg sá það i blöðunum síðastliðið þriðjudagskvöld, að Gustave Doré væri látinn, þá hugsaði eg: „Er það mögulegt, að þessi hönd sé nú fyrir fullt og allt hætt við sín meistara- verk?“ Af öllum stórvirkjum þessa framúrskarandi listamanns er þó ekkert eins mikilfenglegt eins og bibltan í myndum. En biblian mun verða enn þá betur myndskýrð, vinir mínir, þá er allar eyðimerkur eru orðnar að urtagörðum, allir heinaðarskólar að vísindastofnunum, öll vötn að Genesaretum með Kristi gangandi á yfirborðinu, og allir bæir að Jerúsalems- borgum. Baðar hálfkúlur jarðar munu lofsyngja guði með ei- lift hljómandi symblum, og jörðin mun verða Ijós fi'ammi fyrir hásæti Immanúels. Þetta verður fyrir öll lönd, alia tíma og allar aldir hin bezta myndskýring biblíunnar. Útgefandi: Lárus Halldórsson, iríkirkjuprestur.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.