Fríkirkjan - 01.04.1902, Blaðsíða 14
62
athugaseradir við ýmsa parta ritningarinnar. Yeiztu til að það
hafi nokkurstaðar verið gjört? Pékk eigi afi þinn föður |þín-
um hana óbreytta og faðir þinn þér?
Eg set mig á móti þeirri hreinsun biblíunnar, sem farið
er fram á, enn fremur fyrir þá sök, að hin svo kallaða ósiðsemi
og grimmýðgi ritningarinnar hefur eigi valdið neinum skaða.
Grimmúðleg bók veldur grimd, og ósiðleg bók veldur ósið-
semi. Eg skora á allan heiminn að koma með þó eigi sé
nema eitt dænri þess, að nokkur maður hafi orðið grimmúðugur
eða óhreinn í huga og hjarta af lestri biblíunnar. Á einu af
hinum beztu heimilum, sem eg hef þekt, söfnuðust allir heimilis-
menn í þrját.iu ár tvisvar á hverjum degi saman til biblíu-
lesturs og bænagjörðar. Ailir eru þeir heiðvirðir og guðhrædd-
ir menn og konur.
Vera má að þú viljir segja mér frá einhverju heimili, er
uin þrjá tugi ára hafi lesið í biblíunni og hafi spillzt af þvi.
Ef þú gætir sagt mér frá einu tilfelli, þar sem eitthvað slíkt
hafi átt sér stað, þá mundi eg annaðhvort fleygja burtu biblí-
unni minni, eða — efast um sannsögli þína. Ef einhver maður
hneikslast á þvi, er sumir kalla ósæmilegf i biblíunni, þá er
það af því að þessi maður hefur þegar áður óhreinan smekk
og imyndunar afl. Ef nokkur maður getur eigi lesið Lofkvæði
Salómons án þess, að hneigjast af því til óskírlifis, þá er sá
maður óhreinn í hjarta sinu eða líferni.
Sú lýsing óskírlifisins, sem kemur fyrir i gamla testa-
mentinu, er þannig að hún vekur viðbjóð; en ritsmíði Byr-
ons og Parísar rithöfundanna gjöra syndina aðlaðandi, í stað
þess að gjöra hana frafælandi. Þegar hinir gömlu spámenn
benda á bæli spillingarinnar, þá skilur þú að það er spilling,
Þegar einhver rnaður, sem byrjaði með ráðvöndu liferni, fellur
til baka til syndar og spillingar, þá segir biblían ekki, að hann
hafi látið sigrazt af ginningum veizlu borðsins, eða sökkt sér
of djúpt niður i nautnrr félagslífsins. Eg skal segja þér, hvað
biblian segir: „Hundurinn snýr aptur til sinnar spýju, og þveg-
ið svín til leirveltunnar.“ Engin gylling eða fegrun þess, sem
órétt er. Engir blómsveigar á höfði dauðans. Heilög ritning
slær eigi spillinguna með silfurhamn, þegar þarf að brúka
járnsleggju.