Fríkirkjan - 01.04.1902, Blaðsíða 6

Fríkirkjan - 01.04.1902, Blaðsíða 6
54 skrifa bók um uppeldið, þar sem Kristi vœri lýst sem uppeld- isfrœðing til fyrirmyndar og eptirðreytni. Það er hægur vandi með dæmi Krists fyrir augum að sýna hið sanna gildi gæða og nautna þessa heims. Fyrst að hann, sem er öllu æðri, hafnaði öllu því, sem heimurinn kallar ágæti, upphefð, ættgöfgi, auðlegð og virðing, þá er dómur kveðinn upp yfir öllum þótta hvort sem það er peningaþótti, aðalsþótti, páfaþótti, dyggða- þótti eða skáldaþótti. Og fyrst að hann, sem kom frá himni á jörðu, varð fullkominn í öllu því, sem giidi hefir fyrir augliti drottins, þótt hann ætti við fátækieg kjör að búa, þá hljóta að minsta kosti að vakna hjá oss efasemdir um, hvort það sé sérlega gagnlegt börnum vorum að þau venjist á margar nautn- ir þegar í barnæsku. Börn ríkra foreldra eru þráfaldlega fátæk og ógæfusöm. Auðurinn hefði ekki getað unnið þeim tjón út af fyrir sig, ef flestallir foreldrar væru ekki að hugsa um að láta börnin njóta alls, sem keypt verður. Pví fer nú sem fer, að margur ung- lingur um fermingu hefur notið alls, sem lífið getur boðið, og er farið að „sárleiðast þetta líf. “ Hvort sem foreldrarnir eru ríkir eða fátækir, styðja þeir að hamingju barna sinna, ef þeir koma þeim ekki upp á dek- ur, heimskulegt dálæti, kveifarskap, vandfýsni og heimtufrekju, en venja þau sífellt á nægjusemi og sparsemi. Það er sannur auður, þegar börnin fá það uppeldi, að þeim fer að þykja vænt um kyrláta gleði heimilislífsins, hafa yndi og ánægju af fögru landslagi og fögrum listum og venjast á viðfeldna glaðværð og mannblendni, — t-n meta ekki menn eptir kiæðaburði eða matarhæfi, eða virða gleðistundir lífsins eptir peningaverði. Því er nú ver, að það er farin að verða óhófleg viðhöfn og margur hættulegur hégómi í barna samkvæmum vorum, (t. d. við jólatrén og barna dansleikina), og samkvæmisbragur vor, sem er svo rotinn á margan hátt, er einnig farinn að breiðast út meðal vesalings barnanna. Til allrar hamingju eru þó til velmegandi foreldrar, sem nota efni sín skynsamlega. — Eg fæ aldrei fullþakkað foreldr- um minum að þeir vöndu oss á nægjusemi og sparsemi þegar í barnæsku, og sýndu oss í orði og verki að það er miklu hyggilegra og þægilegra að byrja á hundinum, komast svo á

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.