Liljan - 01.02.1916, Blaðsíða 5

Liljan - 01.02.1916, Blaðsíða 5
L I L J A N 11 framtiðinni með hreinu hjarta, íögrum áformum, sem næturbænin liafði styrkt. Framkoma þeirra var fögur og blessun fylgdi þeim, þeir voru fúsir til að hjálpa og kveinuðu ekki, þó við þeim væri stjakað. Um slíka hetjulund hafið þið líka lesið í okkar eigin sögum. Eg bendi á þessi dæmi, til þess að þið segið: ^Þessu vil eg líkjast«. Við ykkur blasir hinn lireini, íslenzki fáni, liann prédikar fyrir ykkur um hreint hjarta, fagra framkomu til orða og verka, hugrekki, iðni, fórnfýsi og hlýðni. Hvað eiga þeir aðL'gera með fána, sem ekki kunna að hlýða? En þið eigið að læra að hlýða og æfast í hinu góða, annars verðið þið aldrei dubbaðir til riddara. Mér þykir innilega vænt um, að ykkur er leiðbeint af góðum for- ingja og kennara, mér þykir vænt um, að ykkur er hjálpað af æskulýð, sem liefir fagurt mark fyrir augum. Bregðist ekki vonum góðra manna, en verið þakklátir fyrir góða fræðslu, og leysið hið srnáa af hendi með trúmennsku, þá getið þið síðar framkvæmt dáðrik verk. Fánanum á að vera veifað af prúðmennum, minnisl þess, ungu vinir. Fáninn prédikar: »Exeelsior« »hærra« .Keppið hærra, áfram upp fjallshlýðina. »En ei skal æðrast, þótt liggi leið til fjalla og oss langt finnist upp á sigurtind«. Hér á landi vantar svo marga sanna lotning og menn eiga bágt með að beygja sig undir aga. En fáninn vill ekki blakta yfir lotningarlílilli og agalausri þjóð. En við ykkur segir fáninn: »Tign bindur. Vandi fylgir veg- semd hverrk. Hér er vegleg gjöf, en munum eftir því, að tign bindur. En hvað getum við, fáir, fálækir og smáir? Við getum farið til hins máttuga og ríka, við getum beðið Guð að

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.