Liljan - 01.02.1916, Blaðsíða 4

Liljan - 01.02.1916, Blaðsíða 4
10 L I L J A N Hér er ung sveinasveit, sem heiðrar konunginn, er gaf íslendingum sérstakan fána og hin unga kynslóð lofar að fara vel með slíka sæmdargjöf, En við þekkjum konung konunganna, við sem heima eigum í K. F. U. M. minnumst konungs himnanna, er við horfum á krossmark fánans. Við syngjum svo oft: Krýnið dýrðarkonung þann, já, krýnið, göfgið, lignið Drottinn Jesúm Krist. Áður var krossmerkið fyrirlitið, en nú er það í heiðri liaft og öll okkar þjóð lieíir það fyrir augum. Kannist þið við söguna af keisaranum, sem var á herferð? Hann sá krossmerki á himninum og þessi orð: »In hoc signo vinces« þ. e. »Undir þessu merki skalt þú sigra«. — Við erum ekki keisarar, en við okkur er sagt um leið og okkur er bent á fánann: »Undir þessu merki skalt þú sigra«. Ileyrið þetta ungu Væringjar. Okkur er bent á fagurt mark. Við eigum ekki að liggja sofandi eða í deyfðardrunga, við eigum ekki að leyfa hinu illa að komast inn um dyr hjartans, við eigum að sigra. Til hvers skyldi okkur hafa verið geíinn fáni? IJað sloðar lítið að gefa lyddum slíka gjöf. Við viljum taka á móti gjöfinni eins og prúðum drengjum sæmir. Viljið þið ekki líkjast hinum ungu riddarasveinum, sem talað er um i veraldarsögunni? Peir voru upplitsdjarfir af því að þeir lögðu stund á hið hreina og fagra. Þeir voru Væringjar þeirra tíma og það lagði ljóma af fögrum riddaradygðum, hæversku, hug- rekki, siðprýði og líkn. Ávalt voru þeir reiðubúnir til þess að hjálpa og voru hvergi hræddir. Nóltina áður en þeir voru dubbaðir til riddara stóðu þeir á verði inni í dómkirkjunni, þar var hinn ungi maður aleinn, og þegar birti af degi heilsaði hann morgninum og

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.