Liljan - 01.02.1916, Blaðsíða 7

Liljan - 01.02.1916, Blaðsíða 7
LILJA N 13 inni þar sem Öxará rennur ofaní gjána. Þeir skemlu sér á j7msa vegu og skoðuðu »hvert leiti og laut, sem ljúfar minningar geyma«. Það voru unaðsríkir dagar og hafa látið eftir sig margar góðar endurminningar í hugum þeirra, sem í förinni voru. Næsta sumar verður einnig farið í vikuferðalag, en hvert? — það veit enginn ennþá. þá liöfum við vonandi eignast annað tjald til, svo að fleiri geta orðið með en síðastliðið sumar. Fyrir velæfða Væringja getur ekkert hugsast jafn skemtilegt, og að ferðast um landið og tjalda að kveldi á óþektum stað. Þeir Væringjar, sem ætla með í suinar, ættu (að fengnu leyfi heima) að fara að skildinga saman til ferðarinnar og æfa sig ofurlítið í matreiðslu. Enskir skátar og styrjöldin. Jafnskjótt og styrjöldin mikla hófst, streymdu að úr öllum áttum í Englandi skátar þúsundum saman og og buðust til að vinna ætljörðinni það gagn, er þeir megnuðu. Full 225,000 l'ornir skátar gengu í herinn, og margir þeirra hafa verið sæmdir heiðursmerkjum fyrir hreysti og hugprýði í orustunum. Englendingar fengu þá vitneskju um, að þar i landi væru til 150,000 ungir skátar velvandir og velæfðir til að leysa af hendi þau ótal smá störf, sem enga bið þoldu. í lok fyrstu vikunnar eftir að stríðið hóíst, voru yfir 2000 skátar orðnir aðstoðarmenn lögregluliðsins í Lundúnum, og út um alt land fóru yfirvöldin að dæmi Lundúna.

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.