Liljan - 01.10.1916, Blaðsíða 1

Liljan - 01.10.1916, Blaðsíða 1
LILJAN ÍSLENZKT SKATABLAÐ UTGEFENDUR: VÆRINGJAR K. F. U. M. TBL. J OKTÓBEB 191G í 1. ÁEG. Jj Til Yæringjanna í K. F. U. M. Kæru Væringjarl Það var mikil gleði fyrir mig að Itoma heim aftur eflir langa burtveru og sjá hina eldri og yngri vini og félagsbræður, sem hafa starfað svo vel og drengi- lega, síðan ég fór. Ég er ákaflega þakklátur öllum þeim, sem hafa reynst trúfastir hugsjónum félags vors og málefnis. Það var mér ekki lítið gleðiefni að sjá aftur Væringjaflokkinn og fá að heyra um framfarir hans, undir hinni ágætu forystu æfingastjórans yðar, og heyra hann láta í ljós ánægju sína með yður yfi- leilt. Nú langar mig til að biðja blað yðar »Liljuna« að færa öllum Væringjum þau sömu ávarpsorð, sem ég notaði, er þér komuð heim til mín að bjóða mig Velkominn. Ég gaf yður þá þessi dýrmætu Ritningarorð: »Vakid, standið stöðugir i trúnni, verið karlmannlcgir, verið sterkir. All hjá yður sé i kœrleika gjörta. (I. Kor. 16,13.).

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.