Liljan - 01.10.1916, Blaðsíða 2
66
LILJAN
Ég ávarpaði yður með þessu eitthvað á þessa leið:
Kæru Væringjar! Þetta er einhver hin bezta meig-
inregla, sem ég þekki, og ég heilsa yður með henni
nú, er ég kem til yðar aftur. Þeir sem reyna að fylgja
henni og æfa sig eftir henni, fá af því mikla blessun.
Út frá henni vil ég segja við yður: Vakið! Að vaka
er sama og að vera á verði. Þér eruð hermenn Krisls,
eins konar heiðursfylking, sem í heilagri prýði kem-
ur til Hans, sjálfboða til þess að berjast undir merkj-
um Hans.
Hann ætlast því til þess af yður, að þér séuð vel-
vakandi. Það sæmir ekki, að hermaður soli á verði
sínum. Hálfsofandi hermenn vinna engan sigur. Þér
verðið því að vaka yíir yður sjálfum á hverjum degi,
svo að þér á hverri slundu reynið til þess að ástunda
alt, það sem gott er og sómasamlegt. Þér verðið að
vera velvakandi yfir yfir öllu því, sem yður er trúað
fyrir. Verið því vakandi yfir heimilum yðar, svo að þér
með lilýðni og siðprýði getið eflt gleði þess og ham-
ingju. Þér vitið ekki, hve lengi þér kunnið að eiga
því láni að fagna, að meiga dvelja þar heima. Verið
vakandi yfir öllu yðar staríi bæði í skólanum og
annarsstaðar, og sýnið í því trúmennsku, iðni og at-
orku. Leggið hart á yður til þess að þér megið verða
sem mestir og beztir í öllu, sem þér eigið að læra
og gjöra. Verið vakandi og á verði móti freistingum
yðar, svo að þér getið staðist þær og unnið sigur á
þeim. Verið vakandi yfir þeim félagsskap, sem þér
eruð i, því eins og illur félagsskapur spillir góðum
siðum, svo er enginn stærri blessun til en sú, að vera
í góðum félagsskap.
Annað atriðið er: Siandið stöðugir i trúnni! Hvaða
J