Liljan - 01.10.1916, Blaðsíða 5
L I L J A N
69
drengir voru allir fátæklega klæddir og tveir þeirra
all óhreinir, en sá þriðji var þokkalegur, enda þótt
föt hans væru fátækleg og bætt. Hann har einnig að
öllu lej'ti af hinum tveimur, var kurteis og siðprúð-
ur í framgöngu og reykti ekki eins og þeir. Það var
eitthvað í fari hans, sem ósjálfrátt dróg að sér at-
hygli mína. Eg virti hann fyrir mér um stund og
datt þegar í hug: Þessi drengur lilýtur að vera skáti.
Eg gaf mig siðan á tal við hann og spurði hann um
það. Hann kvaðst eigi vera skáli en sagðist vera
meðlimur í Boys-Brigade. Sá félagsskapur hefir sama
markmið og skátafélagið, er nokkuð eldri, en heíir
þó aldrei náð eins mikilli útbreiðslu utan Bretlands
og sá síðarnefndi. í Danmörku hefir þetta félag starf-
að í ein 13 ár og heiir nú um 6000 meðlimi; hér er
það kallað Sjálfboðalið drengja (Frivilligt Drenge
Forbund). Ef til vill getur Liljan siðar sagt ykkur
nánar frá Sjálfboðaliðinu og sýnl ykkur myndir af
drengjum í einkennisbúningi þess.
Þetta litla atvik í Leith syndi mér hversu óum-
ræðilega mikla þýðingu það gelur haft fyrir drengi,
er nokkra sómatilíinningu liafa, að vera í slíkum
félagsskap. Það verndar þá frá solli og slarki og
þeim finsl þeir sóma síns og félagsins vegna ekki
geta verið með þeim drengjum, er hafa óknytti og
ókurteisi í frammi.
Eg liefi einnig kynst nokkrum skátum hér í Kaup-
mannahöfn. Flestir eru þeir auðþeklir frá öðrum
drengjum, eru kurteisir og látprúðir og ef maður gef-
ur sig á tal við þá, verður andlit þeirra eitt sólskins-
bros. Þeir eru lengra komnir en við í ýmsum þeim
dygðum, er mega og eiga að prýða hvern góðan skáta.