Liljan - 01.10.1916, Blaðsíða 13

Liljan - 01.10.1916, Blaðsíða 13
L I L J A N 77 ekki hvernig liann aflar þeirra?« spurði Barbara. »Af því að togleður er afar nauðsj'nlegt. Pú hefir það bæði í knetti og bifreiðarhjól og utanyfirskó. Og livað er athugavert við regnkápu?« »Eg er ekki að tala um tilbúnu vöruna«, stamaði hann, »heldur hvernig þeir afla hrávörunnar«. »IJeir fá hana úr trjám«, sagði Barbara. »Nú» hrópaði hún svo, »þú ert að hugsa uin Kongo. það er liræðilegt þar. Það er þrælahald. En það eru engir þrælar á Amazonslétlunni. Ibúarnir þar eru frjálsir og vinnan er létt. Pabbi liefir oft sagt mér frá því«. Tliorne gaf henni enga skýringu. Ilann gat sett ofan í við vin sinn, ef vinur hans var nálægur, en að tala illa um nokkurn mann á bak, sem honum var eins illa við og Barnes þingmann, það lét hann almenningnum eftir að gera. Hann vissi lika þar að auki, að éf Barbara vissi, að faðir hennar, sem hún elskaði, og maðurinn, sem hún elskaði, vantreystu hvor öðrum, þá myndi hún ekki verða í rónni, fyr en hún vissi ástæðuna. Einn dag liafði Barbara lesið i blaði nokkuru um grimdarverkin í Putumayo, um þrælahaldið í skóg- unum á Amazonsléltunni, þar sem indíánunum var fórnað fyrir »rauða togleðrið«. Hún fór með blaðið til pabba sins. Hann sagði að það væru ósannindi, að minnsta kosli hefði hann aldrei heyrt þess getið fyr. Barnes þingmaður elskaði gæði lífsins, en dóttur sína elskaði liann þó enn lieitar og mat álit hennar meira en alla aðra liluti. Pegar hún því leit efabland- in á liann í fyrsta sinn á æfinni, sagðist hann óðar skyldi láta rannsaka málið. »En auðvitað líða mánuðir áður en skýrslan frá

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.