Kirkjublað - 01.03.1934, Blaðsíða 10

Kirkjublað - 01.03.1934, Blaðsíða 10
62 KIRKJUBLAÐ Þessi lifandi máttur kristindómsins kom í ljós þeg- ar í öndverðu. Mælt er, að máttur Jesú til líkamlegrar lækningar væri svo mikill, að hann megnaði jafnvel að hrífa menn úr dauðans greipum. En hversu sem því var farið, þá er hitt víst, að hálfu meiri var þó sá læknis- dómur hans, sem sneri að hinum andlegu málum. tJt í dauðahaf vonleysi og sorgar streymdi kærleikselfur hans og umbreytti því í guðsríki. Allsstaðar, þar sem lífinu var mest áfátt, þar sem fátækt andans var sár- ust, þar sem lífinu var lifað í synd og niðurlægingu, þangað barst fagnaðarboðskapur hans og vann krafta- verk á líkþráum mannssálum. Sögufræðingurinn Har- nach hefir snilldarlega lýst hlutverki og sigurför hinn- ar ungu kristni, er hann segir: ,,Á grýttri eyðimörk fornaldarinnar, þar sem öllum öðrum trúarbrögðum hafði misheppnazt, sáði kristindómurinn bæði og upp- skar sína ríkulegu uppskeru". Og hvernig stóð á því, að kristindómurinn sigraði þá heiminn, eins og í einu vetfangi, kom eins og gróðr- argkúr yfir skrælþurra og langþyrsta jörðina? Það var vegna þess, að hann flutti mannkyninu gjörsamlega nýtt sjónarmið á mannssálinni, gildi henn- ar og sambandi við Guð. Kristindómurinn var ný trú, sem skapaði nýjan fögnuð, nýtt og áður ókunnugt frelsi og leiddi af sér nýja og áður ókunna samúð og kærleika. Vegna þess nefndi Jesú erindi sitt fagnaðar- boðskap og vegna þess e r kristindómurinn fagn- aðarboðskapur, að með honum hefst nýtt mat á mann- legu lífi, með honum hækkar siðgæðishugsjón manns- ins, er hann hættir að líta á sig sem dýr, en taka að líta á sig sem guðsbarn. "FxAÐ er ekki satt, að þessi trú hafi engu nýtilegu til leiðar komið. Hún hefir verið eins og súrdeig, sem smám saman sýrir allt degið. Hægt og hægt hefir hún gerbreytt öllum siðgæðishugtökum mannkynsins. Hún

x

Kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.