Kirkjublað - 01.03.1934, Síða 11

Kirkjublað - 01.03.1934, Síða 11
KIRKJUBLAÐ 63 hefir brýnt huga allra hinna beztu manna til vaxandi mannúðar og réttlætis. Hún hefir með hljóðlátum hætti smeygt sér inn í líf þjóðanna, löggjöf þeirra og listir, siði og venjur, og allir hinir beztu menn þjóðanna hafa sótt til þessarar trúar drýgstan skerf. Flest, sem þok- azt hefir áfram í siðgæðisefnum í nítján aldir, er kristin- dóminum að þakka, beint eða óbeint. Vé£ þurfum ekki annað en minnast vorrar eigin þjóðar á hinni háttlofuðu gullöld drenglyndisins, þegar gamalmenni voru slegin af í vorharðindum og ungbörn borin út eða hent á spjótsoddum. Slíkt er algengt meðal ýmsra heiðinna þjóða enn í dag. En hvílíkt regindjúp er hér staðfest milli heiðinna og kristinna siðgæðishug- mynda! En hér .hnígur hver átrúnaður að eðlilegum rökum og ályktunum sinnar lífsskoðunar. Þar sem maðurinn metur eigi líf sitt eða annara að neinu, þróast auðvitað hverskonar grimmdarverk. Margir rómversku keisar- arnir höfðu yndi af því, að etja saman mönnum og óargadýrum á leikhúsum sínum. Mikill hluti fornþjóð- anna var hnepptur í þrældóm og gersamlega réttlaus. Kristindómurinn hefir með trúnni á óendanlegt gildi mannssálnanna brotið undirstöðurnar að þrælaríkjum fornaldarinnaí, og leitt þjóðirnar inn á veg æðri mann- úðar í siðum og háttum. Flestar þjóðfélagsumbætur eru beint eða óbeint runnar frá hans rifjum. Því að kristin- dómurinn hefir meir en nokkur önnur trú stuðlað að því, að vekja virðinguna fyrir lífinu og heilagleika þéss, og þannig hefir hann smám saman verið að létta af mannkyninu grimmd hins óarga dýrs. G eins og fljótið í draumi Esekiels, heldur kristin- dómurinn enn þá áfram og mun halda áfram að streyma út í dauðahaf heiðindómsins, og létta þar af úþján villunnar og grimmdarinnar. Kristniboðar á Ind- landi hafa lýst því, hvernig kristniboðunin verður enn Þá að ósegjanlegu fagnaðarerindi til lágstéttanna þar í

x

Kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.