Kirkjublað - 01.03.1934, Qupperneq 12

Kirkjublað - 01.03.1934, Qupperneq 12
64 KIRKJUBLAÐ landi. Og inn í villtustu og siðlausustu héruð Afríkui hafa kristniboðarnir farið, — þangað, sem maðurinn er rándýr í fyllsta skilningi þess orðs, þangað, sem þræla- veiðar og mansal var stundað fyrir tiltölulega fáum ár- um —, og lífið hefir umhverfzt frá ógnum og skelfing- um til nýrrar og áður ókunnugrar gleði. Þar sem blót heiðninnar voru áður framin með kvalráðum fórnarsið- um og dauðavein fórnarlambsins gladdifáráðangrimmd- arhug heiðingjans, hljómar nú víða heilög klukkna- hringing hins nýja siðar. Yfir klaustri einu í Evrópu standa rituð þessi eink- unnarorð: „Þar sem Kristur gengur inn, hörfa skuggarnir á braut“. Sannleikur þessara orða staðfestir sig allsstaðar, þar sem kristindómurinn er útbreiddur af kristnum mönnum. Hið gamla hverfur á brott og allt verður sem nýtt. Á gomlu þrælatorgi í Zanzibar, sem lokað var 1873, hefir nú risið upp voldug dómkirkja — tákn og fyrirheit um fegurri sið. Þetta sýnir, að kristindómurinn er eigi óframkvæm- anleg hugsjón austurlenzks draumóramanns. Hann er k r a f t u r til hjálpræðis. Hann er fyrst og fremst straumur af hinni frelsandi náð Guðs, sem allri tilveru stefnir til fullkomnunar. Og þar, sem eymdin er stærst,, er eins og náðin vinni stundum mest kraftaverk. Mikill íslenzkur heimspekingur og vitmaður, dr. Helgi Pétursson, hefir lýst tilverunni sem lífheild, sem sé í stöðugri tilraun að stofna hið mikla samband allífs- ins. Út frá miðstöð frumkraftarins streymir orkan út í yztu æsar ófullkomleikans, þangað, sem vér erum stödd, og leitast við að kveikja í oss vitið, máttinn og viljann — til þess undursamlega hlutverks, sem hverjum og ein- um er ætlað að vinna í hinu mikla sambandi. Iðulega mistekst þessum orku-geisla að vinna sitt hlutverk, og sjálf megintilraun alverunnar, að skapa guði-magnaða

x

Kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.