Ljósvakinn - 01.09.1924, Blaðsíða 9

Ljósvakinn - 01.09.1924, Blaðsíða 9
LJÓSVAKINN 71 Hið nýja forlagshús vort i Singapore. svona miklu fé og vinnu í þessa grein starfsins? Þetta er sú spurning, sem vér mælum oft. Svarið er ekki margbrot- ið. Vér trúum að loforð frels- ara vors um að hann skyldi koma aftur (Jóh. 14. 3.) upp- fyllist bráðlega. Vér trúum því, að spádómarnir, sem tala um komu hans, rætist fyrir vorum augum. Vér leggjum kapp á að útskýra fyrir sér- hverjum þessa spádóma og þá viðburði, sem standa í sambandi við uppfyllingu þeirra, á þann hátt að þeir geti skilist af öllum. I*ess vegna útbýta prédikararnir ýmsum rit- um til frekari útskýringar á þeim efn- irtn, sem þeir taka fyrir í fyrirlestrum sínum. Bóksalarnir bera hinn siðasta boðskap frá húsi til húss og hvetja fólkið til að kaupa hann og lesa. Og safnaðarmeðlimirnir gleðjast yfir því að geta tekið þátt í að kunngera endur- komu konungs konunganna, með því að útbreiða blöð og ril. Og á þann hátt getur hver og einn notað sína eigin dóm- greind og vit í ró og næði heima á sínu eigin heimili, og í samráði við eigin samvizku getur hver einslakur sjálfur tekið ákvörðun og þannig náum vér til- ganginum með blöðum vorum og ritum. Kristniboðssvæðið í Afriku. Eftir að hafa verið i Afríku eitt ár og heimsott kristmboðsstöðvar vorar í öllum lilutum Suður- og Mið- afríku og sömuleiðis i Nýj- assalandi, er mér það gleði að geta skýrt frá, að alstaðar má Innfœddir kristniboðar i Mið-Afríkn. sjá þess greinileg merki hvern- ig fagnaðarerindið ryður sér braut að hjörtum hinna inn- fæddu í þessum viðáttumikla heimshluta. Vér trúum, að á yfirstandandi ári muni sjástmeiri árangur og fram- kvæmdir en nokkurt undan- farið ár síðan vér fyrir 35 ár- um byrjuðum starf vort í Afríku.

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.