Ljósvakinn - 01.09.1924, Síða 10

Ljósvakinn - 01.09.1924, Síða 10
72 LJÓSVAKINN Það er vaxandi áhugi alstaðar. Starfs- menn vorir eru ofþyngdir með beiðnum um kennara, prédikara og skóla. Víða hafa margir af hinum leiðandi þjóðhöfðingj- um tekið á móti fagnaðarerindinu, og beita nú áhrifum sínum kristniboðunum í vil. Þetta hefir orðið starfsmönnunum til mikillar uppörfunar. Oss vantar til- finnanlega hjálp svo að oss verði mögu- legt að fá fleiri starfsmenn, kennara og prédikara, bæði Evrópumenn og inn- fædda. Til þess að geta bætt úr þeirri þörf og áhuga, sem nú rikir hér, verð- um vér á komandi ári að auka starfs- krafta vora minst um hundrað prósent. Hvort oss tekst þetta mun að nokkru leyti koma undir því, hve gjafmildir þeir vinir vorir verða, sem meðtaka þetta blað. Kapstaden. W. H. Branson. Afríka undir áhrifum ljóssins. Tækifærin til að kunngera hinn síð- asta náðarboðskap i öllum hlutum Suð- urafríku verða stöðugt fleiri og fleiri. Það koma beiðnir um prédikara, kenn- ara, hjúkrunarfólk og skóla, bæði frá Kafirlandi, Basutolandi, Zululandi og Bechuanalandi. Þetta sýnir að nú er kominn tími til að gera alt hvað unt er til þess að kunngera boðskapinn um kross Krists meðal hinna innfæddu. Flestar af þeim beiðnum, sem koma, verða því miður að bíða. Þeir af ibú- unum, er óska að starfa fyrir Guð, verða að bíða sökum peningaskorts. Hinir innfæddu ibúar Afríku rétta hungraðir út hendur sinar eftir þekkingu. Eigum vér að kenna þeim »upphaf viskunnarw, sem er »ótti Drottins?« Eða eigum vér framvegis að láta þá ganga í myrkri en ekki láta »1 jós heimsins« skina á leið þeirra? Ladysmith. H. C. Olmstead. Hvað kristindómurinn skuldar Austurlöndum. Austurlöndin ná yfir Austursiberiu, Kór- eru, Japan, Túrkestan, Indo-Kina, Siam, Spítali vor í Honan í Kina. Malakka, Hollensku Indiurnar, Filipps- eyjarnar, Mongólíu, Mandsjúriu, Tíbet og Kína. Meira en 610 miljónir manna byggja þessi lönd. Það er meira en þriðjungurinn af öllum íbúum jarðar- innar. Að undanskildum íbúum Filipps- eyjanna er allur þessi mannfjöldi Mú- hameðstrúar eða Búddatrúar eða á einn og annan hátt bundnir við trúarbrögð Austurlanda, sem eru andstæð trúnni á hinn sanna Guð og son hans Jesúm Krist. Hér er meira en þriðjungur mann-

x

Ljósvakinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.