Ljósvakinn - 01.09.1924, Side 11

Ljósvakinn - 01.09.1924, Side 11
LJÓSVAIÍINN 73 kynsins i því ástandi, sem lýst er í 1. kapitulanum i Róm- verjabréfinu. Með orðum er ekki hægt að lýsa betur ástand- inu en þar er gert. Ekki getur heldur nokkurt tungumál skýrt betur þörfina en eftirfarandi ritningargrein: »Hvernig eiga þeir þá að ákalla þann, sem þeir bafa ekki trúað á? Og hvern- ig eiga þeir að trúa á þann, sem þeir hafa ekki heyrt um? Og hvernig eiga þeir að heyra án þess að einhver prédiki? Og hvernig eiga þeir að pré- dika nema þeir séu sendir? Róm. 10, 14. 15. Það þvrfti að vera til gnægð fjár, til þess að vér gætum sent út hóp af vel mentuðum kristniboðum, með heilögum áhuga, er gætu fengið þenn- an fjölda til að meðtaka frelsið í Kristi. — Miklu fé verður enn að verja til þess að hjálpa þessum þjóð- um, sem í myrkri sitja, um kristniboða, skóla, kirkjur, spítala og kristileg rit. Þörfin er svo mikil, sem hún frekast getur verið meðal mannanna. Kristnir menn verða stöðugt að gera meira og meira til þess að þekkingin á hinum lifandi Guði komist til þessara mörgu deyjandi miljóna. Shanghai, Kina. I. H. Evans. Umhyggja Guðs fyrir börnum sinum. Nær 30 km. frá Pomata trúboðsstöð- inni er staður, sem hefir verið annálað þjófa og ræningjabæli. Fyrir tveimur árum kom ég á þennan stað; það var ekki í hugsunarleysi gert, að jeg ferð- aðist þangað, því þeir, sem höfðust þarna við höfðu leitast við að drepa hinn fyrsta kristna mann, sem þangað kom. Sú varð raunin á, að fáeinir voru meinlausir, jafnvel velviljaðir, en flestir voru þvert á móti. í gjá, sem ég varð að fara yfir, höfðu 400 Indíánar lagst í leyni, þeir voru búnir kilfuin, slöngum og ýmsum öðrum vopnum. En Guð sá fyrir mér, og velviljaður Indíáni aövar- aði mig um hættuna og fylgdi mér aðra leið yfir fjöllin, það var mikill krókur, en með því slapp ég við að fara yfir

x

Ljósvakinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.