Ljósvakinn - 01.09.1924, Qupperneq 17

Ljósvakinn - 01.09.1924, Qupperneq 17
LJÓSVAKINN 79 nú starfandi. Við pessa skóla kenna um 60 innfæddir kennarar, sem veita tilsögn 1500 nemendum, er þrá að þekkja veg sannleik- ans. Mcira en 2 þúsundir manna meðal þeirra, hafa nú þegar öðlast svo mikla þekkingu á fagnaðarerindinu að þeir hafa verið skírðir, og margar safnaðardeildir verið myndaðar. En þetta er ekki fullnægjandi. Knýjandi beiðnir og hróp um að stofnsetja fleiri skóia, koma til vor frá þúsundum manna, sem að eins hafa frétt hvað fagnaðarerindið heflr gert fyrir landa þeirra. Og nú biðja þeir um að til þeirra verði sendir kristniboðar er einn- ig uppfræði þá. Eins og það er víst að krafturinn í lífi og kenningu Jesú laðaði Grikki á lians dögum til að koma og sjá Meistarann, og eins víst og gleðiboðskapurinn, sem Páli postula var falið að flytja, þrengdi sér inn í nýja heims- álfu, eins áreiðanlega hljómar hið hæsta makedoniska kall á vorum tíma til allrar kristninnar um að senda bjálp til Indíánanna. Warren E. Howell. Hin varðveitta Biblía. í litlum bæ á Filippseyjunum er trúsystir ein, sem fyrir ári síðan lileinkaði sér liflð í Jesú Kristi og fyrirheiti Ritningarinnar. Peg- ar hún hafði heyrt um þetta, brann hjarta hennar af löngun eftir að geta eignast Bibl- iu, svo að hún gæti sjálf betur skoðað og ihugað endurlausnaráformið. Brátt fékk hún þessa ósk sina uppfylta; en er maður henn- ar komst að því að hún hafði fengið sér Biblíu, varð hann afarreiður og tók bókina frá henni. Næsta dag á eftir tók liann sér ferð á hendur, til að selja ávexti, og hafði Biblíuna með sér. Hann réri bát sínum eflir ánni, og er hann var kominn 6 km. frá landi kastaði hann Biblíunni fyrir borð. Tæplega liafði hann fyr framkvæmt þetta verk sitt en stormviðri skall á og báturinn fyltist vatni og með naumindum bjargaðist hann sjálfur og hásetarnir, en ávextirnir eyðilögðust og var skaðinn metinn á 50 dollara. Tveimur dögum síðar sáu fiskimenn, sem réru upp eftir ánni, eitthvað fljóta á vatninu. Pegar þeir tóku það upp, sáu þeir að það var Biblía, sú Biblía, sem hin trúfasta kona hafði áður eignast og fékk nú aftur. Og jafnvel þótt bókin hefði þegar verið í vatni í tvo daga og rekið fyrir bylgjum og straumi 7 km. voru blöðin samt sem áður lítið blaut, en spjöld- in gegnvot. Drottinn hafði ákveð- ið að þessi einlæga sál skvldi fá Biblíu sína aftur, og hún fékk hana og gleður sig nú í þckkingunni á þeim frelsara, sem bókin segir að koma muni brátt. La Paz, Filippseyjar. G. H. Murrin. Hindúi er fann hinn rétta veg. Pegar undirritaður fyrir fjórum árum hélt samkomu í Malayalam-liéraðinu í suðurhluta Indlands, kom Hindúi og kona lians og báðu um skírn. Hann sagði: »Herra minn, ég er ekki lærður maður, en ég hefl leitað að þeim vegi er leiðir til betri heims og ég trúi að ég hafl fundið þann veg. Ég trúi að Jesús sé sá eini, sem getur frelsað mig«. Að aflok- inni skírnarathöfninni báðu þau að þeim Iiinn nýi skóli vor á Mussoorie á Indlandi.

x

Ljósvakinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.