Ljósvakinn - 01.09.1924, Side 18

Ljósvakinn - 01.09.1924, Side 18
80 LJÓSVAKINN LJÓSVAKINN, málgagn S. D. Aöventista, kemur út einu sinni i mán- uöi. — Kostar kr. 2,75 árgangurinn.— Gjalddagi 15. jan, og fyrirfram.— Útg.: Trúboðsstarf S. D. Aöventista. — Ritstjóri: O J. Olsen. Sími899. Pósth. 2C2. — Afgreiðslum. J. G. Jónsson, Ingólfsstr. 21 B. væri geflö »kristilegt« nafn. Viö nefndum manninn Jóhannes og konuna Mariu. Fyrir stuttum tíma heimsótti ég aftnr þenn- an sama stað. Tuttugu manns gáfu sig pá fram er óskuðu aö skírasl. Meðal þessara var ein alvarlega hugsandi, ung kona, dóttir Jóhannesar og Mariu. Viðvíkjandi spurningu minni um hvernig stæði á þvi að hún ósk- aði að skfrast, sagði hún: »Eg trúi að faðir minn hafl fundið hinn rétta veg, þann er til frelsunar leiðir. Ég óska einnig að verða Guðs barn«. Bangalore. — G. G. Lowry. «-------------------- JESÚS KALLAR. Heyr, nú kallar herrann Jesús: »Hver vill fara’ og vinna mér? Akrar hvítir allir standa, uppskeran i hönd því fer«. Indæl laun hanri öllum býður, og hann kallar nú á þig, hver vill glaður honum svara: »Hér em ég; send mig, send mig«. Pótt ei talir eins og englar, eða Páll á fyrri tíð, orð þín lýst fá elsku Jesú er hann dó fyrir’ sekan lýð, ef með dunum dómsins hörðum, dauðans þræl ei skelft þú fær, litlu börnin leitt þú getur líknar faðmi Jesú nær. Engan lát þú af þér heyra: aEkkert verk er handa mér«, meðan sálir deyja dýrar, Droltinn kallar eftir þér. Að þvi starfl gakk með gleöi, Guð sem leggur fyrir þig; herm þú skjótt er herrann kallar: »Hér em ég; send mig, send mig«.' ^ ---:--4 TIL LESENDANNA. Petta blað, 9.—10. tbl. Ljósvakans, er að efni og öðrum frágangi öðruvísi en blaðið er vant að vera, og er þannig vandað til þess — og upplagið aukiö — i tilefni af heið- ingjatrúboðinu i fjarlægum löndum. Verður blaðið látið af hendi gegn minst 1 kr. gjöf til nefndrar starfsemi, en þakksamlega verð- ur tekið á móti stærri og minni gjöfum. Peir, sem eru kaupendur að Ljósvakanum, fá blaðið að sjálfsögðu án nokkurs slíks framlags, nema sem þeir vilja leggja af mörk- um til þess að taka þátt i þessari hjálp til þeirra, sem lifa án þekkingar á hinum sanna Guði. Síðastliðið haust gengumst vér fyrir fjár- söfnun til heiðingjanna, og þökkum vér öll- um sem þá gáfu stærri og minni gjafir. Pað er gleðilegt, að sjá og heyra áhugann fyrir boðun fagnaðarboðskaparins meðal heið- ingjanna. Skipun frelsara vors hljóðar svo: »Farið þvi og kristnið allar þjóðir«. Allir geta á einhvern hátt tekið þátt í þessu verki, sumir með kröftum sinum og hæflleikum en aðrir meö fé sinu og bænum. Blaðið skýrir meðal annars dálitið frá boðun fagnaðarboðskaparins og framgangi hans i ýmsum löndum heimsins, þar sem íbúarnir hafa lifað í þekkingarleysi á Guði og frelsara vorum Drottni Jesú Kristi. Pað fé, sem nú safnast inn til heiðingj- anna, verður, eins og síðastliöið haust, sent til aðalskrifstofu vorrar í Evrópu (í Bern, Sviss) til ráðstöfunar. Slík fjársöfnun sem þessi, fer fram hjá starfi voru um allan heim, nú um þetta leyti, eins og undanfarin ár, og munu þeir pen- ingar, sem inn koma, gera það mögulegt, að færa mörgum sálum, sem enn sitja í and- legu myrkri, hið bjarta ljós fagnaðarboð- skaparins. Pá hafa lika þeir, sem vinna að þessu verki, ásamt góðfúsum gefendum, náð tilgangi sinum. Drottinn blessi þessa starfsemi og gefi ríkulegan ávöxt sínu nafni til dýrðar og sál- um til eilifrar frelsunar. Prentsmiöjau Gutenberg,

x

Ljósvakinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.