Ný kristileg smárit - 01.06.1894, Qupperneq 5

Ný kristileg smárit - 01.06.1894, Qupperneq 5
61 sem er að berjast með 3 heilsulítil börn, ekki má jeg heldur afskipta hana«. Skólameistarinn þagnaði og bljes frá sjer. Hante brosti að sjálfum sjer með vandræðalegum svip og mælti: »það gengur ekki, það er orðið 4 krónum of mikið, og þó er einum gleymt enn. Hann Jónatan minn, uppáhaldið mitt, og eina kennaraefnið, sem þeir eiga hjerna í sveitinni, hann þarf endilega að fá krónuna í skólagjaldið núna, annars tekur svíð- ingurinn hann faðir hans hann úr skólanum og lætur hann sitja yfir gæsunum sínum. Og þú þyk- ist vera að kenna börnunum reikning, gamli Frred!e- feld, það er Ijóta reikningsdæmið hjá þjer þetta. En jeg get engu sleppt. Úrsúla og ekkjan hans Seilers og Bartels og Staumann og hinir þurfa endilega að fá þessa krónu, og kartöfiurnar og mjölið verð jeg að borga, og á minna get jeg eigi lifað sjálfur þessa þrjá mánuði. Jeg get engu sleppt nema það skyldi vera« — og aptur horfði gamli maðurinn niður á fæturna, og það var reynd- ar ekki nein lystileg sjón, hvorki að sjá skóna nje sokkbolina fyrir neðan stuttbuxurnar — »það skyld:! vera, að jeg kæmist af með gömlu skóna mína og sokkana tímakorn enn þá«. Hann sat stundarkorn hugsi, en svo var huútur- inn leystur, og skólameistarinn hjelt áfram eintali sínu, í einbeittsum róm: »þrír mánuðir eru ekki lengi að líða, jeg get sjálfur bætt skóna svolítið og sokkarnir verða að duga, þótt Ijótir sjeu, þeir mega þá brosa að þeim. Jeg þarf ekki að vera að spjátra mig í ellinni. En það er þá bezt að láta verða af hinu sem fyrst«.

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.