Ný kristileg smárit - 01.06.1894, Page 7

Ný kristileg smárit - 01.06.1894, Page 7
63 feld heilsaði öllum með ánægjubrosi og gekk upp til sætis síns á loptinu, við organið. Hin dillandi hljóð skógarþrastarins ljeku enn í hjarta hans, og organið flutti þetta hjartans mál haus aptur söfnuðinum. Forslagurinu varð óvana- lega langur hjá honum þennan dag, hann þurfti að túlka í tónum allt sem bærzt hafði í sálu hans þennan morgun, Guði til lofs og dýrðar. Allir sátu hljóðir og hrifnir, og þegar kom að sjálfum inngöngusáhninum, byrjaði skólameistarinn með hárri og hreimsterkri röddu, og allur söfnuðurinn stóð upp og söng með, og í háa tíð hafði ekki heyrzt svo vel sungið í Bernsdorfkirkju, það var svo innileg þakkargjörð, það var svo mikil kristi- leg von í slíkum söng. þ>egar sálmurinn var úti, stóð dökkklæddur mað- ur, sem verið hafði hjá organinu, upp úr sæti sínu til þess að færa sig nær prjedikunarstólnum. Hann hafði ekki haft augun af forsöngvarauum og kink- aði kolli til hans og sagði í hálfum hljóðum ein- hver lofleg orð um sönginn. Skólameistarinn leit svolitið við, þekkti ekki manninn, svaraði lítið eitt kveðju haus, og sinnti honurn svo ekki frekar. Messan var úti og fólkið gekk úr kirkjunni og seinastur allra skólameistarinn, sem gekk frá öllu og læsti. Klukkau var orðin hálfellefu og nokkrir unglingar úr þorpinu fóru að tínast heim að skól- anum, því að gamli maðurinn hafði vanið þá á að koma til sín eiun tíma á suunudögum. Klukkan ellefu komu unglingarnir inn 1 skólann, en síðastur kom inn fullorðiuu maður, það var

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.