Ný kristileg smárit - 01.06.1894, Page 12

Ný kristileg smárit - 01.06.1894, Page 12
68 út af sjúkrahúsi, eða hefðu strokið þaðan. |>að voru gustukamenn gamla skólameistarans, sem komu að þakka sendingarnar. Eriedefeld þaggaði niður í þeim orðastrauminn, og honum hefði víst tekizt það alveg, hefði ekki ókunni maðurinn gripið fram í og spurt hann, hvernig stæði á þessu fólki. |>að var eins og tekin væri stýfla úr læk. Allir þurftu að segja ókunna manninum frá blessuðum skólameistaranum sínum og öllum hans góðverkum í 40 ár. Enginn var á við hann. jpeir urðu svo fegnir að fá einhvern til að hlusta á sig, þeim var svo mikið niðri fyrir. En skólameistarinn vildi ekki hlusta á þá, hann varð kafrjóður í framan og niðurlútur og sneyptur eins og hann væri staðinu að einhverju ódæði, og loksins forðaði hann sjer undan þeim út í garðinn sinn og settist þar á bekk, en þeir hjeldu áfram að ljetta hjarta sínu fyrir aðkomumanninum inni. Skólameistarinn hafði setið stundarkorn í garð- inum, þá heyrði hann að sagt vtr út um glugg- ann: »|>ú góði og trúlyndi þjónn, þú varst trúr yfir litlu, nú mun jeg setja þig yfir mikið«!|:. Hanu leit upp forviða og sá ókunna manninn standa í glugganum og horfa á sig, en fólkið var farið. Skólameistarinn gekk inn og mætti ókunna mann- inum í dyrunum, sem kvaddi hann mjög alúðlega, með þeim orðum : »Guð hefir sent mig hingað út til yðar í dag og jeg vona að jeg geti látið þau orð frelsara vors, sem þjer heyrðuð áðan, koma fram við yður, og: *) Matth. 25, 23.

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.