Ný kristileg smárit - 01.11.1895, Blaðsíða 11
115
blíðari, sein sagði: »Látið þjer auraingja manninn
bara koma inn, hann getur svo sem ekki gjört
okkur neitt. Jeg vildi heldur sjálf sitja uppi en
iáta klæðlítið og vesalt gamalmenni sitja úti í svona
vondu veðri«.
»En þetta er sveitarómagi«, sagði byrsta
röddin.
»Hann er maður þrátt fyrir það, og margur
góður maður getur óverðskuldað ratað í eymd og
fátækt«, sagði blíða röddin; »við skulum lofa hon-
unTað koma; það væri mjög ókristilegt af okkur
að láta hann sitja úti í kuldanum«.
þetta var seinasta orðið, sem gamli maðurinn
beyrði; hin gaf sig.
f>að er einhver rnisskilningur þetta, hugsaði
gamli maðurinn með sjálfum sjer, en það er mein-
laust, þótt þær haldi að jeg sje sveitarlimur. J>að
er líka farið að sjá á fötunum mínum eptir allt
ferðavolkið, og svo er fólkið betur búið hjerna en
þar sem jeg var.
Gamli maðurinn fjekk svo að fara inn í vagn-
inn, og vagnstjórinn tók við töskunni hans og
fannst hún vera heldur þung ferðataska hjá sveit-
arlirn, en sinnti því ekki frekar.
Gamli maðurinn kastaði kveðju á yngismeyj-
arnar, og tók önnur þeirra kveðju hans kurteis-
lega, en hin leit undan; gekk gamli maðurinn þá
strax úr skúgga um það, hvor þeirra hefði amast
við sjer.
María, sem hafði tekið undir kveðju garnla
mannsins, varð fyrst til að rjúfa þögnina og fór
að tala um, hvað veðrið væri slæmt.