Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1937, Blaðsíða 4

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1937, Blaðsíða 4
U MÁNAÐARBLÁÐ k. f. u. m. g-öngu, en þegaí skilningur þeirra, eykst og; þroskast, þá þakka þau föður og móður fyrir uppeldið. Fer ekki vor himneski faðir ein,s að? Hann þekkir meðfætt öyndaeðli mannsins og veit áð það verður að beygjast, vegna þess aó hold og blóð getur ekki sjeð Guðs ríki. Pess vegna, hefir Guð gefið foreldrunum hið þýð- ingarmikla hlutverk, að leiða, börnin inn á og áfram á Guðs vegi. Ef það er gert, þá hafa þau hlotið dýrmætan arf, sem þau hafa með sjer út í lífið. Þau hafa þá lært að gefa sjálfum sjer nánar gætur og að haga lífi sínu eptir œðri vilja en sínum eigin vilja. Þáð er mjög þýðingarmikið að hafa frá æsku verið kennt að lifa líf sitt í sjálfsaga, samkvæmt orði Guðs og samvizku sinni, því að það er hvorttveggja örugg leiðsögn. Hversu margir eru þeir ekki, sem kveina og kvarta yfir þyí að sjálfsvilji þeirra hafi fengið að ráða öllu og við það hafi þeir farið út af rjettri leið. Mörg eru þau orð, sem menn iðrast sárt eptir að hafa sagt. Menn ákæra sjájfa, sig og óska þess að þeir hefðu haft vald yfir sjálf- um sjer og tungu sinni, svo að hún hefði ekki túlkað reiðyrði hjartans. Mörg eru líka tækifærin til að láta gott af sjer leiða, sem menn ljetu fram hjá sjer fara; ónotuð vegna makræðis og leti. Maður vanrækti að gjöra það, sem Guð og samvizkan bauð manni. Ásak anir eru margar, sem, sækja að ma,nni, þeg- ar maður íhugar þetta, vegna þess að mað- ur hafði ekki tamið sjer að hafa nákvæmt eptirlit með sjálfum sjer og gleymdi því aó Guð sjer allt og veit; undan því getum, vjer ekki komizt. »Sá sem yfirvinnur sjálfan sig, er meiri en sá, sem vinnur borgir«, segir Salo mo. Vjer rekum oss á sjálfsafneitun allsstaciai í lífinu. En hið þróttlitla kristnilíf er lamað af nautnasýki heiðursfýkn og eftirlæti og læt- ur sjer sjálfsaga og sjálfsafneitun í ljettu rúmi liggja. Slíkt kristnilíf er áhrifalítið en heilbrigður, sahnur og kröftugur kristindómur knýr til virðingar jafnvel lirnn fjandsamlega lieim. Þesskonar kristindóm verðum. vjer með Guðs hjálp að sýna í lífi voru og biðja Guð jafnframt um að vekja hann og styrkja í lífi þjóðar vorrar. Því að Guðs ríki er ekki fólgið í orðum heldur í krapti. Sannkristinn mað- ur verður að vera við því búinn, að verða fyrir háði, lítilsvii’ðingu og smán og fleiru, sem hann ef til vill verður að l»la vegna Krists nafns, ef hann í alvöru tekur upp krossinn og fylgir Kristi eptir, en hann fær styrk til að þola það með þakklæti og gleði minnugur þeirra orða Jesú að slíkir menn eru sælir. Það styrkir ska;pgerðina að temja, sjer sjálfsafneitun og gerir mann færari til ao standa gegn freistingum og efasemdum, og þolnari í mótlæti og meðlæti, svo að hvor ugt verði að falli. Fyrir Guds náð og í Jcrapti hans temur sannkristinn maður sitt synduga eðli, svo að Kristur fái æ meira va,ld yfir honum. Hann varast af fremsta megni að haga sjer eptir heiminum eða fylgja háttum hans, hvað sem það kostar. Jafnframt því, sem hann kapp- kostar að temja sjálfan sig, vinnur hann stöð- ugt að velferð annara í fórnandi kærleika. Slíkt líf krefst mikillar árvekni, bænar og baráttu, en það er áhrifaríkt líf og gefur öruggan sigur. Ef til vill segir einhver: Þetta er þrælalíf! En því er fljótsvarað: »Nei, það er líf í sæl- um friði og gleði«. Því að hver unninn sig- ur yfir sjálfum sjer knýr til þakkargjörðar og bænar. Trúin styrkist, kærleikurinn vex og þa verður maðurinn sjálfur lítill en Kristur mikill. Ö að oss mætti verða þaó ljóst, að það er ekki hin svo nefnda menntun og menmng, sem skortir mest nú í, heiminum eða meðal þjóðar vorrar, heldur djarfan boðskap um Frelsarann frá synd og dauða, og lærisveina

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.