Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1937, Blaðsíða 7

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1937, Blaðsíða 7
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 37 sumsstaðar verða fjelöí>-in að draga saman seglin. Biðjum heitt urn hjálp Guðs þeim til handa. Þriðjud. 16. Nóv. rrn.mg'ungið scin synir Ijóssins. Hjartað og höfuðefnið í hinum kristna boð- skap er hinn föðurlegi kærleikur og gæzka Guðs, sem opinberaður er í Jesú Kristi. Með lífi, da,uða og upprisu síns. alfullkomna sonar sendi Guð ljósið inn í hina, dimmu, sið spilltu nótt veraldarinnar. Og 1 jós hans skín áfram í þeim, sem, hann hefur gefið anda sonarkosning'arinnar. Hugmyndin um sonarútvalningu Guðs gens; ■ ur í gegnurn alt Nýjatestamentið eins og hið stöðugt endurtekna, efni í stórfenglegri »Sym- fóní,u«. Jesús talaði við lærisveina sína, um sinn hiimneska föður á þann hátt, er sýndi meðvitund hans um hið einstœða samband og skyldleika við Guð. En hann leiddi líka »bræður sína« inn í. þenna sæla, skyldleika við Guð. Hann sýndi þetta, þega.r hann sagðk »Faðir minn, og faðir yðar«. Dauði hans og upprisa var eins og ný ftxðinp: inn til þess lífs, sem. sigrar dauðann, og við þá faðing varð hann »frumburður margra braðra«. En þessi mikla fjölskylda af Guðs börnum, þar sem Jesús er frumburðurinn, er hið vei ald- arvíða, samfjelag allra sannkristinna manna, »Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefur auðsýnt oss að vjer skulum. kalbst Guðs börn og það erum vjer«. (1 Jóh. 3;, 1). »En þar eð þjer eruð synir, þá hefur Guð sent, apda sonar síns í hjörtu vor, sem hróp- ar: Abba, faði.r!« »Þú ert þá ekki framlar þræll, heldur son ur«. (Gal. 4, 6). Að vera þannig kjörgengur inn í fjölskyldu Guðs, umbreytir öllu í lífi voru, gefur því nýtt innibald og nýja tign, en ber líka í, sjer skuldbindingu til að lifa, (eins og Páll segir) sem flekklaus Guðs börn meðal rangsnúinnar og gjörspiltrar kynslóo ar, sem »þjer skínið hjá. eins og himinljós í heim,inum«. Og þeim, sem, sjá dimmuna 1 sínu eigin lífi og í lífi veraldarinnar, og snúa sjer frá henni í sorg og viðbjóði, beim er gefið ao meðtaka inn í sift eigið líf fyrir truna á. hið sanna ljós heimsins, sem gjörir þá hæfa. til að framganga sem börn ljóssins. Fyrirbænar'efni: Fjelagsstarfið í Norður- og Suður-Ameríku, í hinum ýmsu löndum. Miðviktid. 17. Nóv. Einn cr yðar fitðir og allir cruð þjcr braðiir. Það samf jelag við Guð, sem Nýjatestament- ið lýsir með orðtökunum, »synir Guðs«, »Guðs börn« »sonarkosning«, samfjelag, sem byrjar með því að maðurinn snýr sjer frá myrkrinu í sjálfum sjer til ljóssins í Guði, það kemur í ljós í sjerstökum, a,uððæjumi eiginleika við lífið í Guöi, eiginleika, sem er gjörsamlega öndverður við hugsunai'hátt, he’msins. Þegar tveir af lærisveinumi Jesú báðu hann um sjer- stök tignarsæti í ríki hans, kallaði hann þá.tnlf til sín og sagði: »Þjer vitið a,ð þeir sem talið er að ríki yfir þjóðunum drottna yfir þeim, og höfðingjar þeirra, láta þá kenna á valdi sínu. En eigi er því svo farið yðar á meðal, en sjer- hver sá, er vill verða mikill yðar á meðal, hann skal verða þjónn yðar, og hver sá, seri vill yðar á meðal vera fremstur, hann sk?l vera allra þræll, því a,ð mannssonurinn er ekki heldur komiinn til þess að láta þjóna sjer, heldur til þess að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga«. (Mark. 10, 42 —45). »Elskið óvini yðar og gjörið gott og lánið án þess að vænta nokkurs í staðinn. — Og þjer skuluð verða, synir hins Hæsta, því að hann er góðgjarn við vanþakkláta og vonda. Verið m'skunnsamir, eins og faðr yðar ei miskunnsamur« (sambr. Lúk. 6, 35—33). Slík örlát samúð, sem þessi gengur inn í kjör hinna veiku og þeirra, semi bágt eiga.

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.