Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1937, Blaðsíða 14

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1937, Blaðsíða 14
44 MÁNAÐARBLAÐ k. f. xj. m. hverfa. Pá yrði yndislegt að búa í Reykjavík. Þá rynni upp ný öld. Miðvikudagur. Mark. 3, 13—19. Útvcdmugin. Jesús valdi þá, sem hann vildi sjájfur. Og þeir fóru til hans. Hann velur þig til einhvers. Hvað gjör ir þú þá? Fimmtudagur. Mark. 3, 20—30. Dauðmynd. Engin synd er svo stór, að Guð geti ekki fyrirgefið hana. Jesús dó fyrir allar syndir. En Guð getur þó ekki fyrirgefið þeim, serm vilja ekki kann- ast við, að þeim sje þörf á fyrirgefningu. Ját- um því syndir vorar. Föstudagur. Mark. 3, 31-—35. Bræður Jesú. Hugsaðu þjer, að þú hefðir verið einn af þeim. Hvaða áhrif hefði það haft á þig? En lestu nú aptur 35. versið. Laugardagur. Mark. 4, 1—9. Dcemisögur. Jesús talar í dæmisögum. En þær verða þjer ekki að gagni, nema þú viljir skilja, þær. Jesús gefur skýr- inguna. Hann vill láta spyrja sig? Sunnudagur. Mark. 4, 10—13. Leyndardómar Guðs ríkis. Þeir, sem spurðu fengu að vita þá, en hinir ekki. Hvort viltu heldur vera í hópi þeirra, sem spyrja, eða hinna, »sem fyrir utan eru«? Lærisveinn eða ekki? Mánudagur. Mark. 4, 14—20. Femskonar drengir. 1) Alvörulausir drengir. 2) Östöðugir og kveif- arlegir drengir. 3) Ágjarnir og hjegómagjarn- ir drengir. 4) Trúaðir drengir, sem sýna trúna í verki. — Hvað ert þú? Hvað viltu vera? Hvers þarftu nú að biðja,? Þriðjudagur. Mark. 4, 21—24. Til hvers er Ijósið? Til að lýsa. Láttu ljósið þitt. lýsa. Þú veizt, hvað gott er. Gerðu það. Miðvikudagur. Mark. 4, 26—29. Af sjáifri sjer ber jörðin ávöxt. Nái Guðs ríki rótfestu í hjarta þínu, þá m,un það bera ávexti í breytni þinni. Lof aðu því að komast að og vaxa í þjer. Lestu Guðs orð með bæn á, hverjum degi. Fimmtudagur. Mark. 4, 30—34. Mjór er mikils vísir. Gucis ríki byrjaði smátt. Fáir voru í fylgd með Jesú í byrjun. En þeim fjölgar alltaf, Guðs ríki vex og útbreiðist. Bið þú fyrir heiðingj- unum. Föstudagur. Mark. 4, 35—41. Hafið þjer enn enga trú? Þannig spurði Jesús lærisveina sína. Þannig spyr hann lærisveinana, enn. Hverju svarar þú? Trúir þú Jesú fyrir þjer? Hvernig sem á stendur? Laugardagur. Mark. 4, 24. Hvað heijrir þú? Heyrir þú Guðs orð? Viltu heyra, það? Viltu breyta ept- ir því? Mældu þjer ekki of lítið af Guðs orði. Láttu heldur bæta við þig. Æskulýðsviku er áform,að að halda á eftir bænavikunni, dagana 22.-28. nóv. Efni hennar, fyrirkomu- lag og ræðumenn, verður nánar auglýst í dag- blöðunum og sérstakri efnisskrá. Biðjum um blessun Guðs yfir bænavikuna, æskulýðsvik- una og starf fjelaganna yfirliett. PRENTSMIÐJA JóNS HELGASONAR

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.