Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1937, Blaðsíða 12

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1937, Blaðsíða 12
42 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. varsson erindi um vald syndarinnar. Það var stutt en alvöruþrungið, og á eftir því komu nokkrir vitnisburðir, sem báru vott um bar áttu kristinna manna við syndina og’ krapt Krists. Á sunnudagsmorguninn var biblíulest ur umi guðsótta fluttur af Magnúsi Runólís- syni. Eftir hádegi hóf Ingvar Árnason um.ræð- ur um A. D. starf. Nokkrir tóku til máls. Kom það skýrt í ljós, að menn hafa saknað almennari og meiri áhuga í A. D. Mikil á- herzla var lögð á bænastarfið. Síra Bjarni Jónsson kom í Selið nokkru. seinna og flut.ti erindi undir berum, himni. Nokkuð af fólki hafði safnast að, öðru en þátttakendum mótsins. Erindið nefndisfi: »í Kristi.«, og var það byggt sem biblíufyrir lestur. Seinasti liður dagskrár í Kaldárseli va.r erindi urn samihug. Það flutti Steinn Sigurðs son frá Hafnarfirði. Snerist það um. samihu' þann, ,sem ríkja ætti meðal starfsbræðra. Þetta erindi mætti einnig nefna biblíufyrir- lestur. Um kvöldið var samkoma í K. F. U. M. í Hafnarfirði. Þar töluðu Sigurjón Jónsson, bóksali, og Knud Zimsen, fyrverandi borg- arstjóri. Ungmeyjakór K. F. U. M, í Reykja- vík söng. Þetta eru nokkrir helztu drættírnir í sum. arstarfinu í ár. Vjer getum litið aptur meo þakklæti til hans, sem gaf oss alla góða. hluti. M. R. Bænavika K.F.U.M. og K. verður að þessu sinni dagana 14.—21. nóv- ember, eins og sjá m,á, af efnisskránni, sem birtist í þessu blaði. Samkomur verða á hverju kvöldi í húsi félaganna og ýmsir ræðumenn. Þess er vænst. að félagsfólk sæki samkom- urnar og fylgist vel með þessi kvöld. Fyigist með heima, ef þið ekki getið komið á sam komurnar. Lestu sjáífur. Þegar þú tekur Nýjatestament’ð og ætlai að iesa, í því þjer til uppbyggingar, skaltu byrja. á því. að biðja Guð að blessa þjer orð sit.t. Síðan lestu dálítinn kafla og hugsar um það, sem. þú lest. Strikaðu undir eitt aða.!- atriði. Merktu þjer það, sem þú vilt iá skýr- ingu á hjá öðrum, se,m þú berð traust til. Síðan skaltu biðja Guð um það, sem Andi hans leiggur þjer á hjarta,. Hjerna kemur stu'.t leiðbein ng í biblíu lestri fyrir Y. D. drengi. Upphaf fagnaðarboðskaparins um Jesúm Krist, Guðs son. Sumiudagur. Mark. 1, 1—8. Þeir játuðu syndir sínar. Hvað er iðrun? Hún er það að játa í einlægni og alvöru syndir sínar. Gjörir þú það? Hve nær á að gjöra það? Alltaf, þegar maður verður var við synd hjá. sjer. Mánudagur. Mark. 1, 9—11. Sonur Guðs. Jesús Kristur er eingetinn sonur Guðs, sem lifir og ríkir með föðurnum í einingu Ileilags Anda, einn sannur Guð frá eilífð til eilífðar. Vilt þú ekki eiga hann að frelsara? Þriðjudagur. Mark. 1, 12—13. Satan freistar allra manna, Hann freistaði líka Jesú, þegar hann hafði gjörzt maður En Jesús sigraði freisling arnar með orði Guðs (sbr. Matt,. 4, 1—11). Vilt þú sigra? Miðvikudagur. Mark. 1, 14.—15. Trúið fagnadarboöskaim- um. Sá ,sem iðrast synda sinna í einlægni f.yrir Guði, fær fyrirgefning þeirra í nafni Jesú Krists. Þetta er fagnaðarerindið, Trúðu því!

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.