Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1937, Blaðsíða 11

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1937, Blaðsíða 11
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 41 Sumarstarfið. Laugardaginn 5. júní fóru unglingadeildn- K. F. U. M. í Reykjavík og Hafnarfirði suð ur í Kaldárssel. Þett,a. var í annað skipti, sem U. D. þessara fjelaga hjeldu mót með sjer í Kaidárseli. Þátttakan var enn meiri en árið áður. Þegar flestir voru mun talan hafa verið um eða yfir hundrað; að vísu voru sumir of ungir til að geta talizti reglulegir þátttak- endur. Um kvöldið hjelt síra Friðrik Friðriksson erindi, sem nefndist,: »Á hverju byrjar þú líf þitt?« Hann talaði út frá Matf. 7, 24—27 og nokkrum versum, í II. Mósebók 33 umi bjarg aldanna. Það var alvarleg stund og grípandi. Morguninn eptir flutti Öskar Evertsson er- indi, er nefndist: »Hvenær er jeg kristinn?<: Benti hann á, þá alvarlegu kröfu, sem því fylgir. Ennfremur fóru og fram umræður fyr- ir hádegi. Yfirskrift þeirra var: »Kristur og æska,n«. Munu margir, sem þær heyrðu geta tekið undir með síra, Friðriki, en hann sagði, að það hefði glatt sig að hlusta á þessar um- ræður, einkum, af því að þær hefðu frekar verið vifnisburðir en, umræður. Eftir hádegið áttu menn frjálst og fóru víða. Margt er fag- urt í umhverfi Kaldársels: fjöll og hraun, hellar og gjár, skógarkjörr og Kaldá sjálf. Kl. um 5 síðdegis var enn fundur. Þá tal- aði Ástráður Sigursteindórsson, stud. theol., um »da,glegt líf með Jesú« út. frá Lúk. 9, 23—24, og síra Friðrik talaði út frá oröum í byrjun 66. kap hjá Jesaja. Voru það hvort- tveggja erindi, semi höfðu erindi til ungra mjanna til leiðbeiningar og brýningar. Laugardaginn 3. júli fór fyrsti ílokkurinn af stað í sumarbúðir K. F. U. M. Nú var ekki förinm heitið í Vatnaskóg eins og und- anfarin ár, heldur innar í Svínadal, í Korna- hlí.ð, viðlandamæri Draghálso> Geitabergs. Sá. staður var valinn vegna þess, að þa.r er bæði skógur og vatn, og a,uk þess er hann í sama dalnum og Vatnaskógur. Ennfremur sýndu báðir bændurnir, Jón á Geitabergi cg Bein teinn á Draghálsi oss hina mestu velvild og vinsemd í öllum hlutum. Beinteittn láttaði land ókeypis, en í hans landareign st’ðu búðirttar. Eigum vjer þeim báðum afar mikið upp aö inna fyrir alla vinsemd þeirra og hjálp. Flokk - ar voru í Kornahlíð frá 3.-24. júlí ,cg 7.—14. ágúst. Bezt veður fjekk flokkurinn, sem var 9.—15. júlí. Það var einnig stærsti flokkur- inn. Síra Friðrik sieldi til Danmrrkur í sum. ar 02' gat því ekki verið með. Ýmsir fleiri af eldri meðlimum, sem tekið hafa þátt í sum- arstarfinu, gátu ekki verið með í Kornahlíð. Allt gekk þó stór> slysalaust, þótt veðrið væri stundum slæmt. I Ágúst-flokknum stóðu fossarnir öfugir á stundum, og vatnið var mikið á láglendinu. Það er miargt, sem skyggir á, í minningum þessa sumars. En þrátt fyrir það er og margt, sem. gleöur. Þrátt fyrir bað að Ágúst-flokkurinn fengi verst. veðrið, skil- ur hann eftir minningar um góða samveiu með drengjum, sem, vöru fullir f jörs og áhuga og ljetu ekki óblíðuna aftra gleðinni. Eins og gefur að skilja fjekk sumarstarfs nefndin aukið verkefni í sumar. Hún keypti nýtt tjald. Til þess var aflað fjár með gjafa- kortum, mjög smekklegum með myndum úr Vatnaskógi. Voru þa,u afhent gegn 10 krcna framlagi. 1 staðinn fyrir eldhúsið í Vatna- skógi var fenginn að lá.ni verkamannaskúr hjá bænum. Var hann lánaður ókeypis. Fram og aftur var hann fluttur á bílum. Það v>ar margt, sem jók kostnað við sumarstarfið í suraar, og var þó haldiö sama, verði á dvöl í Kornahlíð, og verið hafði í Vatnaskcgi. Nokkrir fengu ókeypis dvöl fyrir styrk þann, sem Y. D., U. D. og A, D, skut.u saman í vor, auk þess var veitt úr »Handavinnusjóði«. Laugardaginn 11. September hófst. A. D. mótið í Kaldárseli. Þáfttaka var af skornum skamti. Þetta mót: var haldið undir forystu K. F. U. M. í Hafnarfirði eins og tvö unú- anfarin sumur. Um kvöldið flutti Jóel Ing-

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.