Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1937, Blaðsíða 3

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.08.1937, Blaðsíða 3
KFm 11. árg. Reykjavik, ág.—okt. 1937 8.—10. tölublað Sjálfsafneitun Vilji einhver fylgja mjer, þá af- neiti ha.nn sjálfum sjer og taki upp kro;s sinn og fylgi mjer. (Matt. 16, 24). Opt hetfi jeg velt því fyrir mjer, hvernig á því geti staðið, að kristindómurinn skuli ekki hafa haft og hafa meiri áhrif, í fyrir löngu kristnu landi, en raun er á. Pað lítur helzt út fyrir, að kraptur kristindómsins dvíni hjá þjóðinni, með hverju árinu sem líður. Það er sorglegt fyrirbrigði. Af hverju stafar þetta'.’ Það stafar vafalaust af því, að kristindóm- urinn fær ekki að komast inn í líf mannanna og gegnsýra það, eins og hann þó á að gera. Þess vegna spyrja margir menn líka: »Hvac) er þessi kristindómur annars? Hvar eru yfir burðir hans?« Þannig spurðu m;enn ekki á hinum fyrstu tímum kristninnar og heldur ekki síðar, þegar kristindómurinn kom greinilega í Ijós í líf- inu. Sú borg, sem á fjalli er byggð fær ekki dulizt. 1 hverju er þá þessi veikleiki fólginn? Jeg held að hann sje fólginn í því, að mönnun um, sem teljast vilja kristnir, sjest yfir hina skilyrðislausu kröfu, sem Jesús gjörir til þeirra, sem vilja fylgja honum: »Vilji ein- hv.er fylgja mjer, þá afneiti hann sjálfum sjer og táki upp kross sinn og fylgi mjer«. Kristinn maður verður að byrja ferð sína, sem kristinn maður, með sjálfsafneitun og þeirri sjálfsafneitun verður hann að halda áfram að leiðarlokum lífsins hjer á jörð. En er þetta nú svo almennt? Þegar vjer heyrum áköllin um frelsi í öll- um hlutum úr öllum áttum, verður manni á að spyrja: Hafa menn aiveg gleymt kröfu Jesú um sjálfsafneitun? Vegurinn til himins er mo’ór og þröngur og það er hann einmitt viegna kröfunnar um sjálfsafneitun. Fylgi maðurinn meðfæddu eðli sínu, víkur hann út af veginum, Vilji vor verður að beygjast undir vilja Guðs. Þe&s vegna verðum vjer að læra af Jesú, að biðja stöðugt um að hans vilji verði, og þaö, sem vjer biðjum um, verðurn vjer að leggja stund á í lífinu. Líf vort má> ekki rísa gegn því, sem vjer biðjum Guð um að láta. ske. Byrjar ekki uppeldið á börnunum, einmitt með sjálfsafneitun? Faðir og móðir, sem annt er um lí.f. og velferð barns síns, leyfir því ekki að gera allt, sem það sjálft vill. Það er vanið við að beygja vilja sinn undir vilja for- eldranna. Börnunum þykir þetta opt haxt að

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.