Syrpa - 01.12.1915, Blaðsíða 14

Syrpa - 01.12.1915, Blaðsíða 14
204 SYRPA, IV. HEFTI 1915 lyf, sem stitt getur lífið. Ef maður tekur að eins tvo dropa af því lyfi þá er hann andvana innan fárra augnablika. Þess vegna er það varlegra fyrir þig að gæta þín fyrir þeim meðulum, sem eg hefi undir höndum og fara ekki til systur þinnar til þess að ná í þau“. Frú Margréí stóð upp og benti Maríu að koma með sér fram í eldhúsið til þess að búa til kveldmatinn, en Söfren sat eftir þegjandi og steinhissa. Hann skildi ekkert í þessari frú Margrétu; ýmist gerði hún gys að honum eða talaði við hann í þungri alvöru. Hvort sem það var nú satt eða ekki.að frú Margrét ætti eilifð- arlyf, þá var það víst að hún hafði heiðinna manna heilsu og virtist alls ekki búast við dauða sínum. Hún leit eftir öllu á heim- ilinu úti og inni alveg eins og hún hafði gert þegar hún var upp á sitt hið bezta. Síðari hluta dagsins sat hún venjulega við rokkinn sinn og sagði allskonar sögur um föður sinn og ferðir lians, um æskuár sín og fleira sem séra Söfren þótti fróðlegt að hlusta á. Það var enginn efi á því í hans augum að hún var sérstaklega merkileg kona. Ef þau María og hann að eins gætu gift sig, þá væri ekkert á móti því að hafa þessa gömlu konu á heimilinu, en— nú voru liðin tvö ár og enn þá voru þau ekkert nær takmark- inu, en þegar þau fyrst komu á prestsetrið. Svo var það einn góðan veðurdag að frú Margrét og Söfren gengu saman eftir mjóu brúnni sem lá yfir ána. Engar varnar- grindur voru á brúnni hvorugu megin. Alt í einu var eins og einhver óheillarödd hvíslaði því að Söfren að nú væri tækifæri til þess að losna við frú Margréti án þess að nokkur grunur félli á hann. Hann sneri sér snögglega við og kallaði upp yfir sig eins og hann værí dauðhræddur við eitthvað og hagaði því þannig aó hann rækist á frúna, sem gekk utarlega á brúnni, svo hún steyptist á höfuðið niður í ána og straumurinn bar hana burt á svipstundu. En þegar Söfren horfði á hana í vatninu, vaknaði samvizka hans, hann kastaði sér út af brúnni til þess að reyna að bjarga henni. Honum lá sjálfum við druknun; hann baðaði höndum og fótum í dauðans ofboði, því hann kunni ekki að synda. Og það má ham- ingjan vita hvort presturinn sjálfur hefði ekki kvatt þennan heim þarna í ánni ef ekki hefði verið tekið sterkum tökum í treyjukrag- ann hans og honum kipt upp úr vátninu. Sá, sem það gerði var enginn annar en frú Margrét. Hún liafði komist í land fyrir stundarkorni og setið á árbakkanum og horft á prestinn þangað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.