Syrpa - 01.12.1915, Blaðsíða 35

Syrpa - 01.12.1915, Blaðsíða 35
SYRPA IV. HEETI 1915 225 falli mjög freistandi stefna til að taka næsta ár, ef að eins nýr að- flutningur kemur“. Hér kemur skarpskj'gni Scots í Ijós ekki síður en hið mikla trau'st lians á framtíðirini. keim hafði sannarlega gengið vel, þessa ,,tvo slæmu daga“ höfðu þeir að eins orðið fimm eða sex mílur á eftir áætlun. En samt sem áður gáfu skíðin ekki ástæðu til glæsilegra vona. ,,Maður fær ekki varist þeirri hngsun, að veðráttan sé óven- julega slæm þetta ár“. Þetta var sannmæli. Úr ,,dyrum“ jöklanna komu vindstrokur, sem ekki spáðu neinu góðu; frá 5. til 8. desember var grenjandi blindbylur, og snjór- inn var sallasmár, eins og vant var; en það var svo hlýtt í veðrinu að hann toldi við alt og bráðnaði,nema á snjónum, Tjöld, föt og svefnpok- ar urðu rennandi blaut, sem þýddi endalaus óþægindi, ef kuldakast lcæmi strax á eftir. En verst af öllu var biðin, Þeir voru ennþá tíu míl- ur frá jöklinum og urðu að byrja á mat, sem átti að duga þeim Iengra áleiðis, Slík töf var ófyrirsjáanleg. ,,Tíminn, sem var ætlaður fyrir tafir var meir en nógur samkvæmt allri fyrri reynslu,. og þessi illviðrasami desember — bezti mánuðurinn —er nokkuð, sem hinn gætnasti farar- stjóri hefði ekki getað gert ráð fyrir” Níunda desember komust þeir af stað, ,,Það var mjög erfiður dag- ur“. Eftir næstum alveg gagns- lausa til.raun var það loksins Evans að þakka að nokkuð varð komist áfram, Hánii festi einu snjóskóna sem til voru á Snatcher, og gat komist með hann á undan og troðið braut fyrir hina hestana. Þetta var síðasta tilraunin; hestafóðrið var upp gengíð; og á næsta áfangastað voru hestarnir skotnir — mílu fyrir neðan jökulskarðið, ,,Það var hart að þurfa að drepa þá svo snemma", Ferbalagib upp eftir jöklinum. Tíunda desember. Fyrsti kafli ferðarinnar, fjögur lnindruð tuttugu og fjórar mílur, yfir landísinn, var á enda. Á fertugasta degi bj’rjaði annar kaflinn, jökulferðin, og þá voru þeir viku á eftir áætlurn. Þeir luku við hann á tólf dögum, sem voru sannnefndir erfiðisdagar. Færð- in var ,,voða!eg“, óg það var að mestu leyti skíðunum að þakka að þeir komust áfram með ækin. Farangrinum var jafnað niður ; hundarnir drógu sex hundruð pund fyrsta hálfan annan daginn, auk tvö hundruð punda, sem áttu að skiljast eftir á geymslustöðinni, þegar þeir snéru til baka, og ækjum þeirra yrði skift niður á milli sleðanna, sem voru dregnir af mannsafi. Byrjunin varð betri en útlit var fyrir. „Veðrið var ágætt og við svitnuðum bráðlega. Eftir fyrstu míluna fóruir. viö að halda upp í móti, og á nokkrum kafla var tölu- verður bratti; við notuðum skíðin eins lengl og við gátum og héldum áfram stanzlaust. En svo varð brekkan brattari og færðin verri, og þá urðum við að taka þau af okkur. Eftir það var drátturinn ákaflegar erfiður. Við sukkum í snjóinn upp fyrir Finnaskóna og stundum upp að hné. Þunn ísskel settist á sleða- meiðana, og var ómögulegt að ná henni af; sleðarnir sukku upp að þverslám niður í snjóinn, þar sem s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.